Torfhildur - 01.04.2007, Page 29
Urhis sapiens
hans) er framlenging á fótum okkar, lyklaborðið sem þessi grein er
skrifuð á er framlenging fingra minna og að mati McLuhans er sjón-
varpsmyndin framlenging á snertiskyni okkar.7 Roland Barthes
talar um sambærilega skynjun í greininni „The New Citröen“ þar
sem hann lýsir því hvernig maður og bíll renna saman við akstur,
eða í akstursánægjunni: „Frammi íyrir stýrinu lætur maður sem
maður aki með öllum líkamanum.“8 Enn fremur segir hann „maður
getur auðveldlega greint í hlutnum [...] umbreytingu frá lífi til
efnis.“9 10 í Laugardegi má greina hugmyndafræði af þessu tagi. Á
einum stað er því lýst hvernig Henry Perowne hefur ánægju af því
að aka um Lundúnir í bílnum sínum, hvernig það verður honum
einskonar nautn. Lýsingunni lýkur á þessum orðum: „Eins og fram-
leiðendur [bílsins] ætluðust til og lofuðu, er [Henry] orðinn hluti
hans.“ (71) Maður og efni, eða maður og vél, renna hér saman í eitt.
Að þessu gefnu er rökrétt að álykta að borgin í heild sinni geti
verið samsett úr framlengingum á hverju og einu oklcar:
Ef fatnaður er framleng á húð okkar sem varðveitir og
leiðir hita okkar og orku, þá eru húsakynni aðferð til
að ná sama markmiði fyrir fjölskylduna eða hópinn.
Húsnæði sem skýli er framlenging á hitastýribúnaði
okkar - sameiginleg húð eða flík. Borgir eru frekari
framlenging á líffærum til þess að verða við þörfum
stærri hópa.K> [
Á öld rafvæðingarinnar teygja líkamar okkar allra sig um allt og mynda
borgina í sameiningu. Það má segja að við borgarbúarnir getum ekki
þrifist án borgarinnar, en einnig að borgin sé ekkert án þeirra sem í
henni búa. Hér verða maðurinn og borgin eitt, einn líkami.
|
7 McLuhan, 2005. Bls. 136. Sjá einnig McLuhan, 1994. Bls. 45.
8 Roland Barthes. 1993. „The New Citröen." Mvthologies. [Þýð. vantarj. Vintage. Lon-
don. BIs. 90. ísi. þýðing er mín.
9 Sama rit. Bls. 88. Skáletrun er mín
10 McLuhan, 1994. Bls. 123.
0-7