Torfhildur - 01.04.2007, Page 33
Urbis sapiens
Borgin
Við þeldjum það öll af eigin reynslu að lifandi borgir hafa „sál“. Það
er ekki eins að vera í Berlín eða Amsterdam. Það er enn ólíkari reynsla
að heimsækja Mexíkóborg eða Peking. Sál borgarinnar saman- |
stendur af hugsunum allra þeirra sem hafa búið þar, en hún býr líka
í sjálfum byggingunum, arkitektúrnum, strætunum, og torgunum
- minnisvörðunum um hugsanir þeirra sem fóru á undan okkur.
Þessi afstaða kemur fram í Laugardegi, t.d. minnist Hemy við eitt
tækifæri á „hugarheim hins forna Rómarveldis“ (220).
Allt veltur þetta að sjálfsögðu á því hvað við kjósum að kalla
„líf‘ eða „anda“. Henry Perowne er heilaskurðlæknir. Hann þekkir
hvern królc og kima taugakerfisins, en þrátt fyrir það er það honum
enn óskiljanlegt hvernig lífvana efnið í heilanum getur öðlast með- j
vitund og orðið að sjálfstæðum og hugsandi einstaklingi. Það er þetta
sem má með sönnu kalla kraftaverk lífsins, og þróunarkenning
Darwins getur ekki skýrt eða bent á hvenær í þróunarsögunni þessi |
viðburður á sér stað. Henry er þó sannfærður um það takist einn
daginn:
Verður það nokkurn tíma útskýrt hvernig efnið fær
meðvitund? [...] Svo lengi sem vísindamennirnir og
stofnanirnar halda starfi sínu áfram, munu útskýring-
arnar fágast og verða að óhrekjanlegum sannleika um
vitundina. Þetta er þegar hafið, verið er að vinna verkið
á rannsóknarstofum eldd langt frá þessari skurðstofu
og leiðin verður farin til enda, Henry er sannfærður
um það. Það er eina trúin sem hann hefur. [Það er
stórbrotin sýn á lííið]. (231-232)14
Þó að við getum ekki enn skýrt hvernig andinn getur búið í efninu,
þá er það engu að síður vísindaleg staðreynd. Það er kannski hrá- j
slagalegt að líta á eigin hugsanir og skynjun og öll afrek mannsins
sem afleiðingu efnaskipta og rafboða innan í heilanum, en það
virðist sem að leyndardómur líísins búi sannarlega í efnafræði-
14 Síðustu setnlnguna þýði ég sjálfur en hún er í frumtexta vísun í niðurlag Uppruna
tegwulanna éftir Darvvin. Vísunin virðist hafa farið frarn hjá þýðanda.
31