Torfhildur - 01.04.2007, Side 35
Urbis sapiens
ágæt og borgin, stórfenglegt afrek lifenda og allra þeirra látnu sem
hér hafa einhvern tíma alið manninn, er ágæt líka og þróttmikil. Hún
lætur ekki auðveldlega eyða sér. Hún er of góð til að gefast upp“ (77).
í öllum tilfellum er þó verið að ræða um borgina sjálfa, en ekki íbúa
hennar. Að auki hugsar Henry eftirfarandi hugsun: „[Borgin] er sjálf
svefnlaus heild“ (20) og staðfestir þannig að borgin sé ofar öðru ein,
óbrotin heild.
Hvað merkir þessi kenning fyrir manninn? Ef aflcoma borgar- )
innar er lykilatriði þá hlýtur mannslífið að gengisfalla. Samkvæmt
þróunarkenningu Darwins mun náttúrulegt val á endanum „ávallt
valda því að þegar einhverjum hluta lífveru verður ofaukið, muni hann
rýrna og hverfa. [...] Að sama slcapi getur náttúrulegt val auðveld- j
lega valdið því að ákveðin líffæri stækki.“17 Líffæri borgarinnar geta
t.a.m. verið vegir og hús, en það geta líka verið heil hverfi. Hvað
með fátækrahverfi í útjaðri borgarinnar, sem er kannski uppspretta
glæpa og hindrar framrás borgarinnar með einum eða öðrum hætti,
svo dæmi sé telcið. Er elclci réttlátt að losa sig við hverfið og íbúa þess
ef það er borginni í heild sinni fyrir bestu? „Ef allir eru vissir um að
enda í eilífri sælu, hvaða glæpur getur þá falist í því að slátra einni eða
tveimur milljónum nú?“ (36). Siðferðisspurningar af þessu tagi eru
fyrirferðarmiklar í Laugardegi. Borgin virlcar nefnilega elclci á mann- |
legum kvarða, og turn pósthússins á lcápu enskrar útgáfu bókarinnar
er tákn um þetta.18 Hér verður því til ákveðin togstreita milli sjálfsveru
mannsins og sjálfsveru borgarinnar, Henry lcallar þetta hugarástand
að geta „elcki leitt hugann að þýðingarleysi sjálfs sín“ (20). Þessi tog-
streita endurómar á smærri slcala, t.d. þegar Hemy fer að lcaupa fislc
í matinn:
Nú hefur lcomið í ljós að meira að segja fiskar finna til
sársauka. Þetta er það sem gerir ástand nútímans sífellt
flóknara, hringur siðrænnar samúðar fer stækkandi.
Ekki aðeins fjarlægir þjóðflokkar eru bræður okkar og
systur, heldur einnig refir og mýs á tilraunastofum og
nú fiskarnir. (116-117)
17 Darwin, 2004. Bls 239.
18 Tengdafaðir Perowne segir um turninn: „[Robertj Adam hefði verið furðu lostinn yiir
ijótleika þessa glerfyrirbæris. Enginn manníegur mælikvarði. Þungur toppur. Enginn
þokki, engin hlýja.“ (181)