Torfhildur - 01.04.2007, Síða 36
Atli Bollason
Við getum vel ímyndað okkur hversu erfitt það væri að greiða sér
á morgnana ef við vissum fyrir víst að hvert eitt og einasta hár ætti
sér heilt líf, með upphafi, enda, tilfinningum, minningum og öllum
pakkanum. Ef borgin væri fullkomin lífvera þá væru mennirnir allir
tómir að innan, vélar án anda. „í margar sekúndur finnst [Henry]
hann átta sig á því hvað skaparar hans sáu fyrir sér - hreinni veröld
sem tekur vélar fram yfir folk“ (142). Það eru því þessi átök sem búa
að baki hugmyndinni um borgarlíkamann í Laugardegi; átökin milli
hins stóra og hins smáa, á milli tveggj a lífheilda sem þarfnast hvorrar
I annarrar.
Það er síður en svo þægilegt að líta borgarbúann ekki stærri augum
en svo að tilvera hans snúist öll í kringum aðra og stærri lífveru.
j Maðurinn hefur alltaf talið sig æðstan á jörðinni, ogþað er auðskiljan-
legt að hann eigi erfitt með að taka því að ný lífvera sé að koma fram.
Borgin hefur öll einkenni fullvaxta og vitiborinnar veru og þótt hún
sé vitaskuld samansett úr smærri einingum þá er hún ekkert ómerki-
legri fyrir vikið. Okkur hættir nefnilega til að gleyma því að oft þarf
ekki nema smávægilega bilun í hjarta okkar, lungum eða heila til
þess að stórskaði hljótist af. Við erum háð frumum okkar, ensímum
og hormónum. Ég mun ekki gera tilraun til þess að halda því fram
hér að hver fruma í líkama okkar hafi huga og vitund, en ég held það
sé hverjum manni hollt að skoða sjálfan sig í stærra samhengi en
einstaklingshyggjan býður upp á. Með því að vekja upp vangaveltur
um mörk efnis og anda, borgarinnar og borgarbúans, mín og þín, um
ofurtrúna á vísindin og eilífa framþróun tekst Laugardegi að skapa
| „stórbrotna sýn á lífið og hin ýmsu skilyrði þess.“ Enn fremur er hug-
myndin um borgina sem sjálfstæða og lifandi veru þörf áminning
um að í árdaga var það „einföld lífvera sem varð ái ótal fagurra og
undursamlegra lífsforma sem enn eru í stöðugri þróun“19 og að
( hápunktinum hefur síður en svo verið náð.
19 Charles Darwin. 2004. Uppruni tegundanna (2 bindi). Þýð. Guðmundur Guðmunds-
son. Hið íslenskabókmenntafélag, Reykjavík. Bls 661.
Greinín er byggð á ritgerð sem var skrifuð i námskeiðinu Breskar samtimabókmenntir bjá
Fríðu Björk Ingvarsaóttur og hirtist hér að mestu óhreytt.