Torfhildur - 01.04.2007, Page 45
Grímur - smásacja
„Seinni vakt?“ spyr hann aftur. Ég kinka aftur kolli.
„Seinni vaktin í kvöld og næturvakt á morgun,“ svara ég. „Hún
vinnur of mikið.“
Við hlaejum báðir kurteislega, meðvitaðir um sjálfsháðið í þessu.
Ég veit vel að Leifi hefur aldrei þótt mikið til minna ritstarfa koma.
Hann hefur oftar en einu sinni minnst á það að ég eigi að fá mér
vinnu meðfram þessu. Gera eitthvað úr sjálfum mér.
I
„Annars hlýtur hún að fara að koma heim,“ segi ég og Leifur |
kinkar kolli til marks um að hann skilji. Síðan þegjum við aðeins
á meðan tónlistin fjarar út í lagaskipti. Ég tek eftir því að hárið á
honum er óvenju úfið þó það sé frekar stutt, hann virðist ekki hafa
haft sig mikið til að þessu sinni.
Þegar Herbie lemur aftur á píanóið stend ég á fætur og býð Leifi
kaffi. Hann þiggur það og ég lauma mér inn í eldhúskrókinn og hita
vatn í litlum keramikpotti.
„Annars kem ég flytjandi fréttir,“ kallar hann innan úr stofu.
Vatnið sýður í pottinum og ég skelli Neskaffi í tvo bolla.
„Nú,“ hvái ég og sný aftur inn í stofu með bollana í annarri og
mjólkurkönnu í hinni. Það rýkur úr bollunum.
Hann er staðinn á fætur og virðir fyrir sér skítuga veggina í
kjallaraíbúðinni minni, sem eiga að heita hvítir, ogþað sem þá prýðir:
eftirmyndir af málverkum og þósmyndum, og svo tvær myndir af
okkur Ölmu. Önnur þeirra er tekin í garðinum hjá foreldrum
mínum, við höldumst í hendur og brosum, það er sólskin og garð- j
veisla í gangi. Á hinni tyllir hún sér uppábúin á tá og kyssir mig á !
kinnina fyrir bláum bakgrunni. Við erum bæði með stúdentshúfur
á höfðinu.
I
Leifur hefur hinsvegar numið staðar fyrir framan grímuna sem
þau Andrea gáfu okkur Ölmu á Ítalíu. Afskræmt andlit sem hefur
verið skorið í tré og lakkað. Einhverskonar smækkuð eftirmynd af
grímum afrískra töfralækna.
„ . í
„Ég sé að þið eigið ykkar ennþá,“ segir hann og tekur við öðrum
kaffibollanum.
Ég fæ mér sopa úr hinum og kinka kolli.
„Já,“ segi ég og finn rótsterkt kaffibragð í munninum. „Eruð þið