Torfhildur - 01.04.2007, Page 50
„Vericefni njminsins
er að gera. sjalfan
sig ao listaverki
ortrettmyndir eru þekktar frá því á tímum
endurreisnarinnar, þegar maðurinn fór að rannsaka
sjálfan sig og manninn í heild sinni. Portrett
endurspegla í raun þrennt: Hvernig maður vil að
aðrir sjái sig, hvernig samfélagið sér mann og spurningu
listamannsins um hver hann raunverulega sé. Sjálfsmyndir
eru portrett af listamanninum sjálfum sem hann sjálfur gerir og
; endurspegla á einhvern hátt persónu hans. En hvernig horfir við
þegar listamaðurinn er í ótal mismunandi gervum, nýju á hverri
I mynd? Eru slíkar myndir sjálfsmyndir, þó þær endurspegli ekki á
| neinn hátt persónu hans? Skoðum það með því að rýna í mynd Claude
| Cahun, frá árinu 1929, titluð Sjálfsmynd (í Barbe Bleu búningi).
Claude Cahun talaði í þversögn við sjálfa sig þegar hún sagði
annars vegar að sér liði best í draumi þegar hún
væri önnur en hún sjálf og hins vegar að sér
líkaði illa við sig þegar hún setti upp grímu og
varð að áhorfi annarra.1 Hún sagði jafnframt:
„Algjör sjálfselska er öiyggi.“2 Að gefinni skil-
greiningu á sjálfsportretti og þeirri staðreynd að
myndir hennar uppfylla ekki öll skilyrði hennar,
má lesa tvennt út úr myndum Cahun. Eru þær
Miller, Henry. Sunday after the War. 1944. New Directions, NewYork.
s.155
Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir. 2007. Glósur úr kemislustund í
námskeiðinu Portrettljósmyndir 05.07.66.5. febrúar. Háskóli tslands.
Glósur: Jóhanna Björk Sveinbjömsdóttir.
Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir. 2003. „Ég sé mig, þess vegna er ég.“
Lesbók Morgunblaðsins, 27.september.
Jóhanna Bji'n-k
Sveinhjörns-
dóttir stundar
nám í listfni'di.