Torfhildur - 01.04.2007, Page 75
Afrnelónum og svörtum liljum
skírslcotun í textann og ástríðufullt sambandið sem fjallað er um og
aðfarir Bjarkar við hana eins og tilvísun í ástaratlot.
Fjórða breiðskífa Bjarkar, Vespertine frá 2001, inniheldur
lagið „Pagan Poetiy“ en samnefnt myndband var bannað á sjón-
varpsstöðinni MTV sem og annars staðar þegar það kom út, þar sem
það þótti of gróft. Texti lagsins er þrunginn tilfinningum sem birtast
svo í ímynd Bjarkar í myndbandinu þar sem hún er hálfnakin og
afar viðkvæmnisleg, en um leið óumræðilega erótísk. Kynferðislegur
undirtónn textans birtist endurtekið í tilvísunum í dimman leyndan
stað sem myndhverfist í setningunni: „Swirling blaclc lilies totally
ripe“. Það er freistandi að líta svo á að hér sé verið að vitna í kynfæri
lconu. Allur unaður textans er sömuleiðis tengdur þessum dimma
stað. Líkami Bjarkar er alsettur hvítum perlum, sem eru andstæða
hins dimma unaðsstaðar og sýnt er hvernig þær eru þræddar upp
á húðina. Fegurð hennar 1 þessum undarlega búningi andspænis
sársaukanum sem hlýst af því að gata líkamann er merkingarbær
viðbót við textann sem er ástarljóð, en ástin er jú bæði súr og
sæt eins og ímynd Bjarkar sýnir svo bókstaflega. í textanum er
setningin „I love him“ endurtekin aftur og aftur sem gefur til
kynna þrá ljóðmælandans eftir einhveijum sem er bersýnilega
fjarverandi. Einveran verður svo að áberandi þætti í myndbandinu
þar sem Björlc er fagurlega skreytt en alein í hálflaildalegu umhverfi
og vefur sjálfa sig örmum. Með myndbandinu kvikna ótal nýjar
hugmyndir um textann um leið og Björk verður persónugervingur
lagsins í heild sinni.
Dæmin sem hér hafa verið tekin eru aðeins brot af þölmörgum
myndböndum Bjarkar en eiga það sameiginlegt að áhersla er lögð
á tilfinningar, ást, erótílc og samskipti fóllcs. Með þeim er gefin
örlítil mynd afþví hvernig texti, mynd og ímynd Bjarkar vinna stöðugt
saman að því að mynda heildstætt listaverk þar sem hver þáttur
endurspeglar, styrkir og sýnir þann næsta í nýju ljósi. Myndbönd
Bjarkar eru aðeins einn hluti listsköpunar hennar en um leið mjög
merkingarbær þáttur. í þeim sameinast lag, texti og ímynd. Sú ímynd
sem birtist á skjánum felur um leið í sér alla listsköpunina og miðlar
ólíkum þáttum sem sameinast í Björk sjálfri hveiju sinni. Hún er því
ímynd sinnar eigin sköpunar.