Torfhildur - 01.04.2007, Qupperneq 78
Emil Iljörvar Petersen
plötunnar prýðir teikning af manni sem reynir að stjórna hafinu. Þar
er á ferð Knútur nokkur, konungur Englands, Danmerkur og Noregs
á árunum 1016 til 1035. Sagan segir að fólk taldi hann svo færan
stjórnanda að hann gæti stjórnað sjávarföllunum. Knútur var ekki
sama sinnis, gekk að hafinu og rétti út höndina. Á þann hátt sýndi
hann að hann gæti ekki stjórnað hafinu. Ádeila Yorkes felst í því að
almenningur eigi ekki að líta á stjórnendur sína án gagnrýni; þeir
eru ekki alvaldir. Sem sagt, hlustendur fá ádeilu- og leiðbeinanda-
rödd Yorkes strax og þeir taka plötuna í hönd.
Tónlistin sjálf er öll rafkyns. Yorlce syngur yfir öll lögin og beitir
röddinni á tregablandinn hátt. Hann er þekktur fyrir að geta beitt
röddinni á marga vegu. Því til stuðnings er hægt að benda á lagið
„I’ve seen it all“ sem er lag úr myndinni Dancer in the Dark eftir
Lars von Trier, þar sem hann syngur á móti Björk. Eftir samvinnuna
við hana opnuðust nýjar víddir hjá Yorke og Radiohead. Hann tók
| vinnubrögð Bjarkar til fýrirmyndar, og sagt er að þá hafi loks verið
ákveðið að gefa út plötu af því tagi sem Kid A er. Á henni er að finna
fyrstu lög Radiohead sem einungis eru samin með raftónlist, og
Thom Yorke syngur yfir.
Platan inniheldur níu lög, sem eru í svipuðum stíl og raflögin af
þremur síðustu plötum Radiohead. En það er eitthvað öðruvísi við
tónlistina. Söngurinn er jú tregablandinn, en í röddinni má einnig
greina von, ádeilur og spurningar. Yorke setur sig ýmist í spor áhorf-
anda eða þolanda þeirra aðstæðna sem við lifum við. í titlum og
textum má finna ýmsar pólitískar vísanir, sem sé í ræðu Eisen-
hower um kjarnavopn, lækninn David Kelly sem gagnrýndi
alhæfingar breskra stjórnvalda um að það væru gereyðingarvopn í
írak, en Kelly fannst látinn eftir sjálfsmorð eftir að hafa sætt mikilli
gagnrýni frá stjórnvöldum og þölmiðlum, ásamt mörgum öðrum
j vísunum sem skemmtilegra væri fyrir hlustendur að spreyta sig á að
íiuna.
Platan opnast á samnefndu lagi, „The Eraser“, með hráum
píanótónum, einföldum raftakti og söng. Öll lögin eru hnitmiðuð og
koma sér beint að efninu, þau eru aldrei lengi að byrja né enda. Fyrsta
laginu er svo fylgt eftir með laginu „Analyse". í því má greina ör-
lítinn keim af arabískum hljómagangi, sem er samsvarandi viðbót við
hugmyndina á bakvið plötuna. Því næst eru þrjú þyngri og harðari