Torfhildur - 01.04.2007, Page 81
lokum 13. aldar5 en mest ber á honum á 14. öld.6
Á tímabilinu frá 13. til 15. aldar var því líklega til þrenns konar
framburður á é ef með er talinn gamli framburðurinn. Strax á 14. öld
fer þó je að breiðast hratt út og mun sennilega hafa útrýmt hinum
afbrigðunum á seinni hluta 15. aldar.7 Heimildir um breytinguna er
víða að finna, bæði í handritum og skáldskap, og því er tiltölulega
auðvelt að tímasetja bæði upptök8 hennar og jafnvel landvinninga.9
Ekki hefur hins vegar reynst jafnauðvelt að skera úr um það hver
eiginlegur framburður é var eftir breytinguna enda virðast heimildir
stundum benda í fleiri en eina átt í því efni. í fyrsta lagi gefa heimildir
úr kveðskaþ til kynna að tvíhljóðað é hafi getað verið bæði langt og
stutt þvi það finnst rímskorðað við gamalt stutt e og gamlt langt æ. í ]
öðru lagi hafa menn talið sig geta lesið út úr heimildum, annars vegar
úr skáldskap og hins vegar úr sendibréfi frá 17. öld, að hið tvíhljóðaða
é hafi, nokkrum öldum eftir sjálfa tvíhljóðunina, undirgengist aðra
breytingu - úr eiginlegu tvíhljóði í samband önghfjóðs og sérhljóðs.
Önnur gögn mæla hins vegar gegn því að je hafi verið tvíhljóð, enn
fremur aðj hafi nokkurn tíma verið önghljóð.
Hér er því ætlunin að skoða þessi tvö vandamál og athuga hvort
á þeim megi fiima nokkra lausn. Raunar hefur Hreinn Benediktsson
fyrir löngu fundið lausn á síðara vandamálinu10 en hér verður hún
sett í samhengi við breytingu é sérstaklega. Að loknum inngang-
inum verður farið lauslega yfir þróun sérhþóðakerfis forníslensku á
öldunum eftir 1200. Því næst mun gefið stutt yfirlit yfir niðurstöður |
þeirra Björns M. Ólsen, Jóhannesar L.L. Jóhannssonar og Björns K.
Þórólfssonar um breytinguna. í síðustu tveimur köflunum verður
loks rýnt í gögn þeirra og þau skoðuð - að hluta til með hliðsjón
af upplýsingum sem komu fram löngu eftir þeirra daga - og gefin
hugsanleg skýring á því sem hingað til hefur virst vera misræmi.
5 Björn K. Þóróifsson, Um islenskar orðmyndir ái^.og 15. ökl og breytingarþeirra úr
fornmálirm. Reykjavík,:i92g. XV.
6 Hreinn Benediktsson „The Vowei Systern of leelandic: A Survey of Its History",
Word 15. Einnig gefió út í: 2002. Linguistic Studies, Historical and Comparative.
Málvísindastofnun. Reykjavík, 1959. Bls. 63.
7 Reyndar mun framburður orðsins kaleikur vera leíf ei-framburðar fyrir é, en orðið var
áður ri’tað kalékur, sbr. Björn K. Þórólfsson, 1925: XV.
8 Björn K. Þórólfsson, 1929: 232-40, Jón Axel Harðarson, 2001: 54-55.
9 Jóhannes L.L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir urn helztu hijóðbreytingar
oji. í íslenzku, e.inkum í miðaldarmáiinu (1300-1600). Reykjavik, 1924. Bts. 14-19.
10 Hreinn Benediktsson, „The Semivowels of Icelandic: önderlying vs. Surface
Structure and Phouologicai CÍiange", TUegnet Cari Hj. Borgstrem. Et festskrift pa 60-
ársdagen 12.10.1969 fra hans eiever. Universitetsforiaget: Oslo, 1969. Bls. 24-25.