Torfhildur - 01.04.2007, Síða 83
Um tvíhljóðim é >je í íslensku
og e annars vegar og u og o hins vegar til að opnast, og nýttu þau sér j
það: i [i] > [i], e [e] > [e], u [u] > [u], o [o] > [<?]. Til samræmis við j
þessa lækkun breyttust einnig hljóðgildi y og 0: y [y] > [y], 0 [0] >
[ö]. Opnunin hefur verið gengin yfir um miðbik 13. aldar og þá leit
lcerfi stuttu sérhljóðanna svona út:
frammælt bakmælt
ókringd kringd ókringd kringd
hálfnáiæg i y u
hálffjarlæg e Ö 0
fjarlæg a
í kerfi löngu sérhljóðanna féll á saman við <j um og upp úr 1200, j
en samfallshljóðið var ritað <a> (með eða án brodds). Einnig féll 0 j
saman við æ um miðja 13. öld. Að öllum líkindum hefur tvíhljóðun é,
á,óogæ hafist á 13. öld. é byijaði að tvíhljóðast í upphaíi aldarinnar,
á var orðið tvíhljóð um miðbilc 14. aldar, ó um miðja 15. öld og til eru
merki tvíhljóðunar æ frá fyrri hluta 14. aldar þótt elsti vitnisburður
um núverandi framburð sé frá miðri 15. öld.12
Við þessar breytingar hvarf hfjóðgildissamsvörunin sem áður
haíði verið milli kerfa löngu og stuttu sérhljóðanna. Með öðrum
orðum hætti lengd að vera eini aðgreinandi þáttur löngu og stuttu
sérhfjóðanna, hún varð umframur þáttur og hlaut því á endanum að
hverfa. Vert er að hafa í huga að fyrir tvíhljóðun é og æ var opnustig
stutta hálffjarlæga e-sins á milli hins langa miðlæga (lokaða) é og
hins fjarlæga (opna) æ.
Loks er nauðsynlegt að minnast lítillega á tvær tímabundnar
breytingar sem gengu til baka. Sú fyrri er tvíhljóðun æ>iæá Norður-
12 Hreinn Benediktsson, „An Extinct Icelandic DiaJect Feature: y vs. i“. Dialectology
and Sociolinguistics. Essays in Honor of Kari-Hampus Dahlstedt, 19. April, 1977 (utg.
C.-C. Elert, S. Eiiasson, S. Fries & S. Urelaud). Acta Universitatis Umensis. Umeá Studies
in the Humanities 12. Umeá. Bls. 28-46.1977:42,1. nmgr., Janez Oresnik, 1982. Bls. 183-
196.