Torfhildur - 01.04.2007, Side 84
Aðalsteinn Hákonarson
t landi og á svæðinu umhverfis Breiðafjörð á 14. öld.13 Hin breytingin
er opnun é > æ á eftir v ef á eftir för l, r. Hún varð á 13. og 14. öld og
I hefur sá framburður haldist að minnsta kosti fram á 16. öld. Rithátt-
urinn <æ> íyrir <é> var sérstaklega áberandi í fornafninu vér og
sögninni véla.'4 Þar sem heimildir um breytingu é eru meðal annars
rím é : æ á 14. og 15. öld hlýtur að þurfa að taka tillit til beggja ofan-
greindra breytinga við mat slíkra heimilda.
3. Fyrri umJjöUiui um hljóðbreytinguna
Elstu umfjöllun um tvíhljóðun é er líklega að finna í bréfi frá Brynjólfi
Sveinssyni biskupi til Ole Worm frá 1651. Síðan hafa ýmsir skrifað
um hana en hér verða skrif þeirra Björns M. Olsen, Jóhannesar L.L.
Jóhannssonar og Björns K. Þórólfssonar15 skoðuð sérstaklega.
3.1 NiðurstöðurBjömsM. Ólsen
Björn M. Ólsen fjallar í grein16 um bréfið frá Brynjólfi Sveinssyni
til Ole Worm sem inniheldur athugasemdir um útgáfu þess síðar-
nefnda á Danica Literatura. Eftirfarandi kafli í bréfinu hefur valdið
nokkrum heilabrotum:
„F [í bréfinu er ritað rúnatálcn fyrir f] non fie sed/e semper
scriptum, semper scribendum et pronunciandum est. Je
nculcavit vitiosa recentiorum consuetudo, qua laborant
inter nostrates inprimis Septentrionalis quadrantis incolæ,
adeo ut e Vocalem etiam je pronuncient; ab illis autem ad
longe lateque serpsit:.“
|
„F [rúnatáloi] er eígi ritað fie heldur/e og þannig á alltaf
13 Janez Oresnik, „An Old Icelandic Dialect Feature: iæ for æ“, Gripla, 1982. Bls. 183-
I 96.
14 Björn K. Þórótfsson, 1925: XIV-XV. Björn K. Þórólíssori, 1929: 234-235,
15 Björn M. Olsen, „Om overgangen é > je i Handsk“, /Í r/du /ör nordiskfilologi III. 1886.
BÍs. 189-92. Jóhannes L.L. Jónannsson, 1924:11-19. Björn K. Þóróifsson, 1925: XIII-XV.
Björn K. Þóróifsson, 1929: 232-40.
I 16 Björn M. Ólsen, 1886:189-92.