Torfhildur - 01.04.2007, Síða 86
Aðalsteinn Hákonarson
3.2NiðurstöðurJóharaiesarLX. Jóharmssonar
l
Jóhannes18 taldi að é heföi breyst í rísandi tvíhljóð, ie með stuttu e
sem seinni hluta, sem opnaðist til samræmis við gamla stutta e-ið.
Engu að síður var ie, sem heild, að hans mati langt hljóð eins og
tvíhljóðin almennt. Hann segir: „fornljóðin [...] sanna á hverri síðu,
að ie var langt hljóð, sem skiljanlega kemur af tvíhljóðseðlinu.“19
Hann virðist hér eiga við rímið é : æ sem hann skýrir þannig að síðari
j hluti tvíhljóðaðs é hafi haft svipað hljóðgildi og æ og saman hafi i og
e myndað langt hljóð.
Jóhannes er sammála Birni M. Ólsen um að túlka eigi bréf
Brynjólfs sem vitnisburð um breytinguna ie >je og telur að hún hafi
verið gengin yfir á landinu öllu um 1700. En hann telur jafnframt
að um þessa breytingu megi fá upplýsingar úr kveðskap því að í
fornaldar- og miðaldakvæðum geti j stuðlað við sérhljóð en ekki
í nútímakveðskap. Sú breyting komi til af því að j breyttist úr
hálfsérhljóði í önghljóð. Hann nefnir ekki hvenær þessi stuðlun
hætti en Björn K. Þórólfsson segir hana að mestu horfna á 17. öld.20
Það passar auðvitað ekki við þá túlkun á bréfi Brynjólfs að á miðri 17.
öld hafi ie einungis verið orðið je á Norðurlandi.
Jóhannes gerði einnig athugun á útbreiðslu breytingarinnar é >
ie út frá fornbréfum og komst að því að hún hefði farið að breiðast
út fyrir alvöru á Norðurlandi á 14. öld, þaðan hefði hún farið í byijun
þeirrar 15. til Vesturlands og Suðurlands og komist til Austurlands í
j lok 15. aldar.21
3.3 Niðurstöður Björns K. Þórólfssonar
Björn22 taldi að é hefði breyst í ié, þ.e. að seinni hluti tvíhljóðaðs é
hefði verið langur, vegna þess að í kveðskap frá 14. til 16. aldar rímar
é við langt æ. Hann leit svo á að við tvíhljóðunina hefði síðari hluti ié
orðið opnari og því hefði hann haft svipað hljóðgildi og æ. Jafnframt
segir hann rímið é : e skáldaleyfi sem hafi verið umborið vegna þess
18 Jóhannes L.L. Jóhannsson, 1924:11-19.
19 Jóhannes L.L. Jóhannsson, 1924:12-13.
20 Jóhannes L.L. Jóhannsson, 1924:14. Björn K. Þórólfeson, 1925: XXV-XXVI.
21 JÓhannes L.L. Jóhannsson, 1924:14-19.
22 Björn K. Þórólfsson, 1925: XIII-XV, XXV-VI. Björn K. Þórólfsson,i929: 232-40.