Torfhildur - 01.04.2007, Side 91
Um tvíhljóðun é >je í íslensku
öld og þar að auki tuttugu dæmi úr elstu rímum, þ.e. rímum frá 14.
til 16. aldar.35
Ef við byijum á því að líta á dæmin úr rímunum er það íyrst að
nefna að Björn telur með sjö dæmi um sögnina véla, en eins og áður
var minnst á breyttist é í æ á eftir v þegar eftir íylgdi 7’ eða /. Björn
nefnir þessa breytingu reyndar sjálfur og ákveður í ljósi hennar að
sýna ekki dæmi með fornafninu vér. Samt hefur hann með sögnina
véla, og það þótt í dæmunum sem hann sýnir sé í öllum tilvikum
skrifað æ fyrir é í handritum. Þá eru eftir þrettán dæmi. í sjö þeirra
er um að ræða orðið vænn í myndunum væn eða væna.
Þar 'eð einmitt þetta orð er svona áberandi í dæmasafninu er
rétt að athuga hvort það sé á einhvern hátt sérstakt. í athugun á
handritum og fornbréfum frá 14. öld hafa lcomið í Ijós allmörg tilfelli
þar sem iæ er skrifað íyrir æ. Janez Oresnik skrifaði grein36 um íýrir-
bærið og leiddi rök að því að á 14. öld hefði æ breyst í rísandi tvíhljóð
á Norðurlandi og í Breiðafirði. Orðið vænn er einmitt það orð sem
oftast kemur íyrir með rithættinum iæ fýrir æ. Mestar líkur eru á því
að í máli þeirra sem höfðu þennan framburð hafi æ verið borð fram
á sama hátt og tvíhljóðað é, þ.e. [js]. Alveg eins og e-hluti tvíhljóðaðs
é opnaðist til samræmis við e er líklegast að e-hluti tvíhljóðaðs æ
hafi lokast til samræmis við e. í dæmum þeim sem Björn tók um rím
orðmyndanna væna og væn gæti því vel verið um það að ræða að é
og æ hafi fallið saman í máli höfundar.37 Jafnframt er athyglisvert að
yngstu rímur með é : æ rími eru Klerkarímur sem þó eru ekki yngri
en frá fyrri hluta 15. aldar,38 þ.e. rím é : æ hverfur á svipuðum tíma
og ritun iæ fýrir æ.
Þá standa eftir sex dæmi. Þrjú þeirra má skýra með vísun til
afstöðustyttingar. Eitt þeirra þriggja sem þá eru eftir er úr Skikkju- |
rhnum, þar sem einnig er að finna rím með orðinu væn en það
gæti bent til að höfundur hafi haft /æ-framburð. Dæmin tvö sem þá
standa eftir eru úr einni og sörnu rímunni, Virgilesrímum:: sér: þær
(1.27) ogsér: nær (L 30). Þáer eftir að athugadæminúrhelgikvæðum
frá 14. öld. Þau eru: Pétr : gæti, (Pétursdrápu 88), albættan : stéttar
35 Björn K. Þórólfsson, 1929: 235-236.
36 Janez Oresriik, 1982:183-196.
37 Líklegast:er að breytingiri æ > iæhafi aðerns náð aðbreiðast: út um takmarkaðanhluta
orðasafnsins. Rithátturinn kom langoftast fyrir í samsetningunni væ~ og bæ- en einnig í
næ, sæ, !æ, þæ, klæ, snæ, tvæ, hræ. Sama rit: 192.
38 Þvi er ónákvæmni að tala um dæmi úr rímum frá 14. til 16. aldar. í