Torfhildur - 01.04.2007, Side 94
Skáldskaoar-
miöourinn
g ætla að fjalla um skáldskaparmjöðinn 1 Snorra-
Eddu, en í köflum V og VI segir frá tilurð hans og
hvernig hann kemst í hendur ásanna. Tvær sögur rekja
reyndar þessa atburðarás og ber þeim ekki saman um
ýmislegt. í Hávamálum Eddukvæða, erindum 104-
110‘, er sagt frá því þegar Óðinn fer til Gunnlaðar,
dóttur Suttungs, sængar hjá henni og hún gefur
honum af skáldamiðinum „gullnum stóli á“1 2 en í Skáldskapar-
málum Snorra-Eddu er aftur á móti mun ítarlegri frásögn af ferð
Óðins til Gunnlaðar og flóttanum til baka3. Svava Jakobsdóttir
bendir á það í grein sinni „Gunnlöð og hinn dýri mjöður“4 hve
hættulegt það geti verið að notast við Snorra-Eddu þegar skýra
á söguna eins og hún kemur íýrir í Hávamálum, enda er rit
Snorra mun yngra. Því þykir mér það þess vert að skoða einnig og
leitast við að túlka texta Snorra sem fjallar um
skáldskaparmjöðinn með hliðsjón af minnum eins
og grótesku og hryllingi sem er að finna í Snorra-
Eddu, til samanburðar við Hávamál Eddukvæða.
Skáldskaparmjöðurinn tengist líkamlega
gróteskum hlutum á ýmsan hátt. Sem dæmi eru
skáld stundum blind og sjálfur er skáldaguðinn
Óðinn eineygður og oft nefndur eftir líkamlegum
einkennum sínum, til að mynda Blindur, Tví-
1 Eddukvæði, Gísli Sigurðsson annaðist útgáfuna (Reykjavík: Mál
og menning, 1999).
2 Eddukvæði, bls. 44.
3 Snorri Sturluson, Snorra-Edda, Heirnir Pálsson annaðist
útgáfuna (Reykjavík: Mál og menning, 2003) bls. 90-92.
4 Svava Jakobsdóttir, „Gunnlöð og hinn dýri mjöður“, Skírnir,
haust 1988, bls 215-245.
<)2