Torfhildur - 01.04.2007, Síða 96
Kristján Hannesson
\ einhvern hátt). Margar fornar bókmenntir og skáldskapur spretta
einmitt upp af stríði og ófriði og það á til dæmis við um megnið af
íslendingasögunum sem fjalla flestar um átök og uppgjör að ein-
hverju leyti (þótt reyndar megi benda á að sumar þeirra fjalli undir
niðri eða „í raun og veru“ um eitthvað annað). Kvæðum og sögum af
stríði íylgja gjarnan einhverjar linrlestingar og gróteskar lýsingar svo
það er kannski vel við hæfi að endalok Kvasis skuli felast í morði, en
lík er hámark gróteskunnar og nóg er af þeinr í frásögn Snorra.
Kvasir er þó ekki sá eini sem fær að deyja fyrir nrjöðinn dýra.
Þegar dvergarnir hafa bruggað hann bjóða þeir þursinum Gillingi
í róðrartúr þar senr hann ferst af slysförunr og þegar kona hans
fréttir það grætur hún hátt. Hávaði eins og slíkur grátur er nrjög
j gróteskur og einnig lýsingin á þvr hvernig Galar, annar dvergurinn,
hendir kverkasteini í hausinn á henni til að þagga niður í henni.9
j
Þegar mjöðurinn er kominn í hendurnar á Suttungi og Óðinn
hyggst ræna honunr halda drápin áfram. Óðinn kemur að níu
sláttumönnum sem hann leikur á svo þeir drepa allir hver annan.
Þeir minna óneitanlega á dauðann, mennirnir með ljáinn, sem
Óðinn leikur svo grátt, en hann er stundum kallaður Valtýr og
Hangatýr (Gálga goð).
s
Þegar Bölverkur (Óðinn) hefur með hjálp Bauga, bróður
Suttungs, konrist inn til Gunnlaðar virðist engu líkara en hann tæli
Gunnlöðu til lags við sig og hún gefi honunr nrjöðinn í staðinn, en
sanrkvænrt Hávamálunr er sagan allt öðruvísi. Þar virðist Bölverkur
jafnvel biðja hennar og hún gefur honunr „gullnunr stóli á / drykk
ins dýra nrjaðar“10 sem gæti merkt að hún sitji í einhvers konar há-
sæti og gefi honum drykk, en slík lýsing er gjarnan notuð um vrgslu
konunga í arfsögnum margra þjóða11. Því virðist Óðinn ekki endilega
tæla hana í þrjár nætur, sem er nokkuð grótesk aðferð, heldur giftast
henni. Reyndar segist sögumaður hafa lagt arm yfir hana og má alveg
túlka það sem svo að þau hafi sofið saman og því er þar einnig að
finna einhverja grótesku.12
I 9 Srioira-Edda, bls. 89,
10 Eddukvæði, bls. 44.
j 11 Eddukvæði, bls. 44.
i 12 Eddukvæði, bls. 45.