Torfhildur - 01.04.2007, Síða 101
„Fá mér leppa tvo“
illa“ (14:45). í þessari lýsingu er einnig lögð áhersla á klæðnaðinn og
skartið sem hvort tveggja dregur athygli að kvenleika hennar. Hún
er með silfurbelti sem glitrar á og ekki bara í litskrúðugri yfirhöfn,
heldur sést undir henni í rauðan kyrtil úr skarlati.5
Langbrókin
Lýsingin á Hallgerði er mjög líkamleg og kynferðisleg, og til þessa
kynósa- lílcama visar viðurnefni hennar, „langbrók“, sem verður
tæpast sagt fagurt eða í samræmi við yfirlýsta fegurð hennar, ef það
er þá ekki beinlínis klúrt. Orðið „brók“ er upprunalega talið merkja
skýlu til að hylja með sköp sín, hliðstætt laufblaði Evu, eða jafnvel
líkamshlutann sjálfan, og þannig felur það í sér beina kynferðislega
skírskotun.6 „Langbrók“ gæti því merkt löng og mikil lær og mikinn
afturenda, og um þennan líkamshluta sveipar Hallgerður hári sínu.
Hvort tveggja, langbrókin og hárið, dregur að sér karlmenn og verður
þeim hættulegt. En brókarmyndin er ekki alveg svona einföld því
að brækur í fornmáli tilheyra körlum en ekki konum. Með viður-
nefninu er Hallgerður því að einhveiju leyti karlgerð, hún er ekki
bara „femme fatale“ heldur einnig „fallísk“ kona — eða „karlkona“
eins og fyrirbrigðið er nefnt í Laxdælu — sem sækist eftir karl-
legu valdi.7 Hún er sem sagt „blandin mjög“ eins og föðurbróðirinn
Hrútur segir síðar við karlhetjuna Gunnar á Hlíðarenda sem vill
ólmur kvænast henni.
Frá móður Hallgerðar er ekkert sagt í Njálu fremur en hún
í
5 Þetta minnír á fleyga vísu Hannesar Hafstein: „Fegurð hrífur hugann rneíra’, / ef
hjúpuð er, / svo andann gmni ennjrá fieira’ / en augað sér.“ Hannes Íiafstein, Ljóo og
laust mál. Tómas Guðtnundsson sa um útgáfuna. Reykjavík: Helgafell, 1968. Bls. 208.
Urn konur í sjónmáli íslendingasagna, sjá grein mína ,/Gægur er þér í augum’: Konur
í sjónmáii ísiendingasagna.1' Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslenskum
fornbókmenntum. Reykjavík: Háskóli íslands, Rannsóknastofá í kvennafræðum,
1996. Bis. 135-156. Greinin birtist upphaflega í Yfir tslandsála. Afmælisrit til heiðurs
Magnúsi Stefánssyni sextugum 25. desember 1991. Ritstj. Gunnar Karlsson og Ilelgi
Þoríáksson, Reykjávík: Háskólaútgáfan, 1991. Hér má bæta pví við að liturinn rauður mun
mest (kyn)æsandi allra lita, sbr. t.a.rn. nautaat þar sem egnt er fyrir nautið rrreð rauðri
dulu.
6 Hjalmar Falk, Altwestnordische. Kieiderkunde. Kristiania: s.n., 1919. Bls. 116-117.
7 Orðið er haft um konuna Bróka-Auði, en umhana segir,„að hún skarst í setgeírabrækur
sem karlkonur". Laxdæla saga. íslenzkfornrit V. Einar Ói. Sveinsson gaf út. Revkjavík:
Hið islenzka fornritafélag, 1934. Kafli 35, bls. 95. Um frekari terrgsl bróka og karlkvenna,
sjá bók mína Máttugur meyjar. íslensk fombókmenntasaga. Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1993. Bls. 144-145 og 202.