Torfhildur - 01.04.2007, Page 108
Helga Kress
samfélaginu og má líta á fóstbræðralög karla sem bandalag gegn
kvenleikanum og konum. Þeir Gunnar og Njáll bæta hvor öðrum
dráp húskarlanna, alltaf með sömu peningunum sem þeir skiptast
á að afhenda hvor öðrum, en allt kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir fóst-
bræðralagið fer allt úr böndum og kvenleikinn leikur lausum hala.
Mjólkurmatur og Idnnhestur
Hallgerður er karnivölsk kona, hættuleg samfélaginu og um leið
sjálfri sér.14 Hún er mikil og óþekk, gróteskur kynósa líkami með
mikil læri og mikið hár, kjaftfor, vergjörn og lauslát, en hún er
einnig þjófótt. Þjófnaður er kvenlegt athæfi sem fylgir mikil
ergi.15 Hann gerist á laun og með honum eru brotnar reglur sam-
félagsins. Þegar Hallgerður er orðin uppiskroppa með mat og vill ekki
þiggja matargjafir frá Njáli, sem er eina úrræði Gunnars, sendir hún
þræl sinn Melkólf til að stela mat í útibúrinu á nágrannabænum
Kirkjubæ. Þetta gerir hún meðan Gunnar er á þingi. Eftir að hafa
stolið matnum á Melkólfur að kveikja í útibúrinu og brenna það til
að fela verksummerki. Maturinn sem Hallgerður skipar þrælnum að
stela er ostur og smjör, en það er kvenlegur matur andstætt hinni
karlmannlegu fæðu sem er kjöt.16 Ein frægasta sena Njálu er þegar
Hallgerður ber þennan þjófstolna mat fyrir gesti sem Gunnar kemur
með heim af þinginu. Þar segir:
Hallgerður bar mat á borð, og kom irmar ostur og smjör.
Gunnar vissi slílcs matar þar ekki von og spurði Hall-
gerði, hvaðan það kæmi. „Þaðan, sem þú mátt vel
eta,“ segir hún, „enda er það ekki karla að annast um
matreiðu." Gunnar reiddist og mælti: „Illa er þá, ef
ég er þjófsnautur," — og lýstur hana kinnhest. Hún
kvaðst þann hest muna skyldu og launa, ef hún mætti.
(48:123-124).
14 Urn kamivalskar konur, sjá Mary Russo, The Female Grotesque: Risk, Excess and
Modernity. New York, London: Routíedge, 1994. Einkum kafiann „Female Grotesques:
Carnival and Theor>'-“ Bls. 53-74.
15 Um frekari rökstuðning, sjá Theodore M. Andersson, „The Thief in Beowulf.“
Specuium 1984. Bls. 493-508.
16 Um kynferði matar og mjólkurmat sem kveníegan mat, sjá Elisabeth L'Orange
Fiirst, Mat — et annet sprák. Rasjonalitet, kropp og kvinnelighet. Oslo: Pax Foriag, 1995.
Einkum kafla 15 og x6. Bls. 269-310.