Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 109
„Fá mér leppa tvo“
Hér eru margföld brigsl um ergi. í íyrsta lagi er það hinn kven- j
legi mjólkurmatur sem Hallgerður ber á borð og er augljós
storkun við húsbóndann Gunnar jafnt sem boðsgesti. Maturinn er )
þjófstolinn og er Gunnar því ekki aðeins kvæntur þjóf, þ.e. argri konu,
heldur einnig þjófsnautur og því argur sjálfur. Þannig verða þau
Gunnar og Hallgerður á vissan hátt hliðstæð hjónunum á Bergþórs- |
hvoli, eins og þeim er lýst í mynd Hallgerðar af skeggleysi og j
kartnöglum. Öll eru þau örg. En það sem Gunnar bregst reiðastur
við og framkallar kinnhestinn eru orð Hallgerðar þar sem hún býr
til mynd af honum við svo kvenlegt athæfi sem matreiðslu. Kinn-
hesturinn er viðbrögð við tali hennar sem hann þaggar niður í með
líkamlegu valdi. Svo mikið er honum niðri fýrir að hann missir málið.
„Illa er þá, ef ég er þjófsnautur,“ segir hann, og síðan kemur þögn,
táknuð með striki. Hann klárar ekki setninguna, heldur lemur. Eins
og áður við borðhaldið á Bergþórshvoli rýkur hann út með Hallgerði,
dregur hana svo að segja af sviðinu, og inn er borið „slátur“ (48:124)
sem er karlmannlegur matur og hetjum sæmandi.
Með kinnhestinum ræðst Gunnar að kvenleika Hallgerðar,
fer yfir mörk þess leyfilega. Hann beitir hana líkamlegu valdi sem
ekki má, ræðst að kvenleika hennar og fegurð og limlestir hana í
framan. En samkvæmt siðfræði íslendingasagna má ekki leggja
hendur á konur nema þær séu fjölkunnugar eða tröll.17 Fóstrinn
Þjóstólfur er illa fjarri og Hallgerður verður að hefna sjálf. Það gerir
hún með heitstrengingu og bíður aðeins færis. Það kemur og þannig
verður kinnhesturinn, ofbeldið gegn konunni, Gunnari að ljörtóni.
En ekki aðeins kinnhesturinn, heldur einnig hár Hallgerðar sem hún
hafði áður veitt hann í.
Ncitar Gunncwi uni - leppinn j
Þegar óvinir Gunnars koma að honum óvörum þar sem hann sefur í
svefnlofti sínu ásamt Hallgerði og móður sinni verst hann hetjulega
þar til strengurinn í boga hans er höggvinn í sundur, og hann biður
Hallgerði um hjálp:
I.07
17 Sjá Máttugar meyjar. Bis. 50 og víðar.