Torfhildur - 01.04.2007, Síða 122
James Jovce 101
fskáldi tekst að skapa riijjan veruleika, ef
við skynjum rneðþví stórkostleik lífsins,
þá má hver sem er mín vegna katta ramma
þessa veruleika kvæði, smásögu, skáldsögu,
leikrit eða ritgerð.
- Sigfús Daðason, Til varnav skáldskapnum
Vitur maður hefur líkt því að lesa Ulysses eftir Joyce við senuna í
kvikmyndinni The Matrix þegar Keanu Reeves reynir að stökkva á
milli tveggja skýjakljúfa: engum heppnast stökldð í fyrstu tilraun.
James Augustine Joyce fæddist í Dublin árið 1882 og lést í
Ziirich árið 1941. Á þessari tiltölulega stuttu ævi
samdi hann nokkur skáldverk, sem þótt fá séu
hafa tryggt honum orðstír sem einn allra besti
og mikilvægasti rithöfundur 20. aldar og hann
á sterkt tilkall til að teljast mesti skáldsagna-
höfundur enskrar tungu frá upphafi vega1. Ástæðan
er einföld: hann var listamaður af guðs náð. Hann
hlaut í vöggugjöf einstæða skáldagáfu og skarpa
greind sem hann brýndi síðan vandlega í gríðar-
1 Griðarlegur Qöldi rita hefur verið saminn um Joyce og verk
hans. Hér er aðálíega stuðst víð eftirfarandí bækur: Eco, Umberto.
'Uie Middle Ages of James Joyee. London: liutchinson, 1989; James
Joyce A to Z. Ritstj. Fargnoli, Nicholas A, og Giilespie, Michael P.
New York: Facts on File, 1995; Joyce, James. A Portrett of the Artist
as a Young Man. Hertfordshire: Wordsworth, 2001; Joyce, James.
Ðubliners. Hertfordshire: Wordsworth, 2001; Joyce, James. Poems
and Shorter Writings. Riistj. Ellmann, Richard, Litz, A. Walton
og Whittier-Ferguson, John. London: Faber, 2001; Jovce, James.
Ulysses. Oxford: Oxford, 1998. Norton Anthology of Énglish Lit-
erature: The Major Authors/ Seventh Edition. Ritstj. Abrams, M.H,
London: Norton, 2001.
Óskarsson
er með BA.-gráðu
í ensku oy stundar
framhaldsnám í
þýðingafræðu m.