Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 124
'sson
Mesta átrúnaðargoð hans á þessum tíma var þó Henrik Ibsen.
Til marks um aðdáun Joyce á Ibsen sem og um tungumálafærni hans
má nefna að þegar hann var ungur kenndi hann sjálfum sér dálítið
í norsku til að geta lesið leikrit meistarans á frummálinu og skrifaði
Ibsen sjálfum m.a.s. bréf. Þetta var á þeim þórum árum sem Joyce
| varði við University College í Dublin, en þaðan útskrifaðist hann
árið 1902 með gráðu í erlendum málum. í beinu framhaldi fór hann
frá írlandi, hafandi sagt skilið við þjóðfrelsisbaráttuna og kaþólsku
trúna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að fagurfræðilegar
tilgátur hans leystu bókstaflega af hólmi kaþólskar kennisetningar
sem kjarnann í sálarlífi Joyce. Því sem eftir var ævi sinnar lifði hann
á meginlandi Evrópu, á Ítalíu, í París og að lokum Sviss.
í gífurlega einfölduðu máli mætti e.t.v. segja að allt æviverk
Joyce sé nokkurs konar þróun frá realisma í átt að symbólisma; eða,
frá miðaldalegri sýn á listaverkið sem sjálfstæða, táknræna veröld
þar sem Guð heldur um alla þræðina og allt hefur sinn ákvarðaða
stað og hlutverk, til nútímalegrar sýnar þar sem Guð hefur verið
tekinn út úr heildarmyndinni og allt er í upplausn. Umberto Eco
hefur lýst því sem svo: frá listaverkinu sem kosmos til listaverksins
sem kaosmos. Frá raunsæislegum borgarlífslýsingum Dubliners,
fyrstu bókar Joyce, til fullkomins raunsæisleysis Finnegans Wake,
síðasta verks hans. Allan sinn feril endurtók hann sig aldrei og í raun
hvílir allt hans orðspor á aðeins íjórum prósaverkum sem eru hvert
öðru ólíkara; urðu sífellt framsæknari, tilraunakenndari og flóknari.
Það er næstum því nauðsynlegt að lesa þessar bækur í réttri tímaröð,
að byija á Dubliners og enda á Finnegans Wake eða Ulysses til að
henda reiður á seinni bókunum; það er næstum því ávísun á gremju
og pirring að ráðast beint í stóru meistaraverkin. Til þess að skilja
betur hvert Joyce var að fara með þessum óhemju flóknu risaverkum
sem hann samdi á seinni hluta ferils síns er æskilegt að vita hvaðan
hann var að koma. Eftir hann liggja svo einnig ljóðabækurnar
Chamber Music og Pomes Penyeach, Stephen Hero, sem er óldáruð
realísk skáldsaga og frumgerðin að A Portrett, og leikritið Exiles.
Dubliners samanstendur af fimmtán smásögum sem Joyce
sarndi á árunum 1904-1907 en fengust ekki útgefnar fyrr en 1914
vegna þess að þær þóttu of mikil ögrun við hugmyndir íra um
borgaralegt velsæmi auk þess sem Joyce sjálfur neitaði alltaf að fella
úr sögunum þá kafla sem þá þóttu of dónalegir, þótt nú á dögum
122