Torfhildur - 01.04.2007, Síða 125
myndu þeir teljast fremur prúðir. Einu sinni voru prentmótin meira
að segja eyðilögð af yfir sig hneyksluðum prenturum sem ætluðu
aldeilis ekki að stuðla að því að svona ósómi kæmi fyrir almennings
sjónir. Svona var írland þá, og íra þess tíma verður ætíð minnst
sem þröngsýnispúkanna sem hrölctu frá sér alla sína höfuðsnillinga.
Dubliners er realískt verk sem felur þó í sér fræ þeirrar módernísku
tilraunamennsku sem síðar átti eftir að verða svo áberandi í verkum
Joyce, m.a. vísi að hugarflæðis-stílnum. Bókin er þjóðfélagsádeila
sem lýsir írsku þjóðfélagi af því sem hann sjálfur nefndi ‘scrupulous
meanness’ eða ýtarlegum fautaslcap.
Bókin gerir engar málamiðlanir í útmálun sinni á lífi borgar-
búanna. Það sem Joyce vildi sýna samborgurum sínum var það
sem hann nefndi paralysis', andlega lömun sem hann vildi meina
að hrjáði alla borgarbúa, jafnt börn, fullorðna sem gamalmenni.
Sögurnar skiptast enda gróflega í þóra flokka: bernsku, unglingsár,
fullorðinsár og loks opinbert líf. Þær lýsa því svo hvernig persón-
urnar lenda í aðstæðum sem skapa flókið samspil ytri þátta og þeirra
eigin sálarlífs sem endar með því að persónurnar öðlast hugljómun,
eða epiphany eins og Joyce kallaði það, augnablik skyndilegs innsæis
þegar Dyflinnarbúar átta sig á eigin lömun. Hugsunin sem býr að
baki þessu hugtaki er næstum því platónsk, eins og Dyflinnarbúar
átti sig skyndilega á því að líf þeirra sé ekki raunverulegt; að þeir séu
staddir mitt í hellislíkingu Platóns. Joyce trúði því að það væri hlut-
verk skáldsins að skrásetja þessi hverfandi augnablik innsæis.
Til að framkvæma þetta ætlunarverk sitt beitti hann þeirri
realísku fagurfræði sem hann hafði sjálfur soðið saman upp úr kenn-
ingum þriggja af átrúnaðargoðum sínum: Aristótelesar, St. Tómasar
af Akvínó og Gustave Flaubert. í sjálfsævisögulegri skáldsögu sinni,
A Portrett of the Artist as a Young Man, lætur hann Stephen
Dedalus útskýra list sína fyrir bekkjarbróður sínum. Hann byrjar út
frá skáldskapar- og sálarfræðum Aristótelesar. Því næst kynnir hann
hugmyndir Tómasar af Alcvínó til sögunnar (þó í nolckuð breyttri
mynd, eins og Umberto Eco hefur bent á):
To finish what I was saying about beauty, said
Stephen, the most satisfying relations of the sensible
must therefore correspond to the necessary phases