Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 144
Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir
\ vilja fara út með henni.
Anne Sexton samdi ljóð um Sylviu Plath eftir að hún framdi
sjálfsmorð og er það að finna í áðurnefndri bók Live or Die. Þar er
það dauðinn sem er „gæinn“ þeirra: „(In Boston / the dying / ride
in cabs, / yes death again, / that ride home, / with our boy.)“ (39).
Það eru aðeins um tvær leiðir að velja íyrir konur sem vilja kom-
ast undan oki karlaveldisins: Að deyja eða verða geðveikar. Sylvia
Plath var kannski nærri geðveikinni en á endanum völdu þær báðar
gæjann sinn, dauðann.
iv. í uppluiji skyldi endinn skoða
Að lokum langar mig til þess að ræða viðtökur ljóða Sylviu Plath.
Sjálfsmorð hennar hefur sett mikinn svip á viðtökusöguna og má
eiginlega segja að hún heþist við það. Vegna dauða hennar fá ljóðin
einhverskonar staðfestingu; þau verða raunverulegri, dauðinn í
þeim áþreifanlegri. Freud hafði uppi hugmyndir um dauðahvötina
undir lok ferils síns og mig langar aðeins að skoða viðtökur Ariel út
frá hugmyndinni um réttan dauða.
Samkvæmt kenningu Freud um dauðaþrána er markmið alls
lífs dauði. Dauðahvötin er jafnframt íyrsta eðlishvötin, þ.e. „hvötin
til að hverfa aftur til hins lífvana“. Flann segir:
I
\
Þá var auðvelt fyrir lifandi efni að deyja. Æviskeið þess
var að líkindum stutt og stefna þess ráðin af efhisgerð
hins unga lífs. Um langa hríð var líklegt, að lífefni hafi
stöðugt orðið til á ný og dáið auðveldlega, uns tiltekin
ytri áhrif breyttu því þannig, að það sem enn hélt lífi,
neyddist til að hvarfla meir og meir burt frá sinni
upphaílegu lífsrás og taka á sig síflóknari króka, áður
en markmiði dauðans var náð. (121)
Dauðinn má hins vegar ekki vera hvernig sem er, hann verður að
vera réttur, því „lífveran vill aðeins deyja á sinn eigin hátt“ (121-2).
Dauðaþráin er í öllum mönnum, en Sylvia Plath var kannski