Torfhildur - 01.04.2007, Side 146
Spilað eftir eyranu
Um blöndun, sjálfssköpun og annan diass
í Trumpet eftir Jaode Kay
eople don’t read about these things in books, but a girl
is jazz music“
- Cootie Williams1
Raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapur, eins og eft-
irfarandi saga undirstrikar: Þann 21. janúar árið 1989 þustu
sjúkraliðar inn á heimili hins aldraða djasstónlistarmanns Billy Tip-
tons,semláþarbanalegunavegnaillskeyttsmagasárs.Sjúkraliðunum
tókst því miður ekki að bjarga lífi Tiptons, en gerðu
þess í stað merkilega uppgötvun: Tipton — 74 ára
djasspíanisti, altsaxófónleikari og söngvari er selt
hafði tugþúsundir platna um ævina, leikið reglu-
lega á djassbúllum í meira en hálfa öld, verið
í sambúð með fjórum konum og ættleitt þrjú
börn — var kona. Við nánari eftirgrennslan kom
í ljós að skírnarnafn Billy var raunar Dorothy,
og að Dorothy þessi hafði hvergi getað fengið
inni í djasshljómsveitum vegna kynferðis síns
og hafði því einfaldlega ákveðið að gerast lcarl-
maðurinn Billy Tipton. Enginn vissi af leyndar-
máli Tiptons á meðan hann lifði — ekki hljóm-
sveitarmeðlimir hans, engin hinna fimm sambýlis-
kvenna hans, synirnir þrír sem hann ættleiddi
vissu ekki af neinu; enginn vissi neitt.2 Mikil
lir
Karl Teagne
stundar nám i
almennri bók-
1 David Ake, Jazz Cultures (University of Califomia Press: Berke-
iey, 2002). Bls. 79.
2 Dinitia Smitít, „Billy Tipton is Remembered With Love, Even by
'i'hose Who Were Deceíved", New York Times 02/06.1998, tekið af
littp://www.nytiines.com/] ibrary/books/o6o298típton-biography.
html þann 05.03.07.
menntafræði
auk þess að læra
djasspíanóleik.
Greinin er un-
nin upp úrBA -
verkefni hans.
144