Torfhildur - 01.04.2007, Page 147
umræða um Tipton spratt í kjölfarið upp, enda viðfangsefnið krass-
andi í meira lagi, og tveimur árum seinna gerði rithöfundurinn
Dianne Wood Middlebrook merkilegu lífshlaupi djassarans bíræfna
skil í ævisögunni Suits Me: The Double Life ofBilly Tipton (1991).
Ævisagan eftir Middlebrook var ekki eina bókmenntaverkið
sem var innblásið af afrekum Tiptons. Árið 1998 kom út afbragðs
ritverk er sótti að nokkru efnivið sinn í líf og dauða Tiptons og átti
eftir að fá glimrandi viðtökur. Verkið sem um ræðir er skáldsagan
Trumpet eftir skosku skáldkonuna Jackie Kay, er áður hafi getið sér
gott orð fyrir ljóð sín. Fléttan í verkinu sækir margt í líf Tiptons:
Virtur djasstónlistarmaður, sem í verki Kays nefnist Joss Moody,
deyr og í ljós kemur að hann er líffræðilega kvenkyns þrátt fyrir
að hafa lifað öllu fullorðinslífi sínu sem karlmaður. Kay sækir þó
einungis þessa uppistöðuhugmynd til Tiptons; verkið er að öðru leyti
algerlega uppskáldað. Margir myndu ætla að skáldverk innblásið af
kyngervisfimleilcum Tiptons myndi ganga lengra í ólíklegheitunum
en fyrirmyndin, að höfundurinn myndi nýta skáldaleyfi sitt til þess
að gera feluleikinn enn ótrúlegri, en svo er reyndar ekki: Eins og
áður segir bjó Tipton með fjórum konum sem allar voru fullkomlega
grunlausar um líffræðilegt kyn sambýlismanns síns, en í Trumpet er
eiginkona Moodys sú eina sem veit sannleikann í málinu. Að sögn
Kay var þetta af því komið að hún áleit að lesendur skáldsögunnar |
myndu einfaldlega neita að trúa því að hægt væri að villa eiginkonu
í fjölda ára sýn um jafnmikið grundvallarmál og kynferði makans3 —
raunveruleikinn er í tilfelli Trumpet of ótrúlegur fyrir skáldskapinn.
Kay útmálar hinn dularfulla Moody ekki sem neins konar af-
brigðilegt viðundur heldur leggur í skáldsögunni áherslu á hæfileika
hans til að sjóða saman sjálfsmynd sína úr ótal mismunandi þáttum
er flestir myndu telja ósamrýmanlega og sömuleiðis hæfni hans við að [
skapa sig sjálfan að öllu leyti. Við lestur minn á verkinu komst ég að |
þeirri niðurstöðu að þessir eiginleikar Joss Moodys ættu sér sterkar
hliðstæður í heföum þeirrar listgreinar sem hann leggur stund á í
skáldsögunni: djasstónlist.
Áður en hafist er handa við að rýna í verkið út frá þessum
forsendum er gagnlegt að rifja upp kenningar indverska fræði- |
mannsins og Harvard-prófessorsins Homi Bhabha. Árið 1995 — sjö
3 „An Interviewwith Jackie Kay“, í Bold Type, tekið af http://www.ra.ndomhouse.com/
boldtype/0499/kay/interview.html þann 05.03.07.