Torfhildur - 01.04.2007, Side 148
Steingrímur Kati Teague
árum eftir lát Tiptons og þremur árum íyrir útgáfu Trumpet — kom
út eftir Bhabha ritið The Location ofCulture, er olli miklum hama-
gangi í heimi eftirlendufræða. í bólc sinni færir Bhabha rök fyrir því
að fjarstæðukennt — og jafnvel hættulegt — sé að halda því fram
að vel skilgreind mörk finnist á milli menningarheima, og að hug-
myndir um „tæra“ eða „ómengaða11 menningarlega sjálfsmynd séu
óraunhæfar og kyndi raunar undir ofbeldi.4 Bhabha telur að sífellt
sé um blöndun og samskipti á milli menningarheima að ræða og að
gríðarstór „grá svæði“, hópa fólks sem tilheyri mörgum menningar-
heimum í einu, sé alltaf að finna á milli þeirra. Gagnkvæmt útilokandi
andstæðupör — þar sem reynt er að segja að eitthvað sé annaðhvort
svona eða hinsegin, en alls ekki hvorutveggja — álítur Bhabha að eigi
í þessu tilfelli ekki við.5 Þetta telur Bhabha jákvætt og hann heldur
raunar fram að áhugaverðasta menningarsköpunin fari iðulega
fram á slíkum blönduðum svæðum; þaðan komi hinar raunverulegu
j heimsbókmenntir.6
Ólíkindatólið Joss Moody passar með eindæmum vel við
þessar hugmyndir Bhabhas. Kynferði Moodys er auðvitað á slíku
„gráu svæði“ þar sem hann tilheyrir bæði heimi karla og kvenna og
ekki er hægt að útiloka hann með góðu móti frá öðru hvoru kyninu
eins og fram kemur þegar læknar, útfararstjórar og embættismenn
eru í verkinu sífellt að vandræðast með hvernig eigi að skrá kyn
Moodys eftir lát hans. Svona bregst læknirinn er staðfestir dauða
Moodys til að mynda við líffræðilegu kyni hans:
She got her red pen out from her doctor’s bag. What
she thought of as her emergency red pen. She crossed
‘male’ out and wrote ‘female' in her rather bad
doctor’s handwriting. She looked at the word ‘female’
and thought it wasn't quite dear enough, She crossed
that out, tutting to herself, and printed ‘female’ in large
childish letters.7
4 Homi Bhabha. The Location ofCulture (1994: Routledge, Loudon). Bls 5.
5 Sama, bls. 2.
| 6 Sairia, bls. 12.
7 Jaekie Kay, Trampet (Panthon Books: New York, 1998). Bls. 111. Hér eftir verður
S vísað til ritsins með blaðsíðutali í nieginmáli.