Torfhildur - 01.04.2007, Page 156
Auðu r Halldórsdóttir
Femínismar
Segja má að femínismi sé viðbrögð við mismunun kvenna og karla
og mótmæli þar með feðraveldinu (e. patriarchy). Feðraveldið styðst
við kynjahyggju, þ.e. að annað kynið sé frá náttúrunnar hendi æðra
hinu og að lögmál náttúrunnar stjórni háttalagi kynjanna og réttlæti
stöðu þeirra. Karllægt stigveldi gerir þannig konur að óæðra kyninu
og gefur körlum vald yfir þeim.5
Femínismi er t.d. lífsskoðun, baráttuhreyfing, fræðasvið,
kenningar, þekkingarfræði og pólitík; áherslurnar eru síbreyti-
legar en hugmyndafræði hans gengur út á að gagnrýna samfélagið og
ráðast gegn stöðluðum ímyndum kynjahlutverka sem endurspeglast
í allri okkar menningu.6 Varla er hægt að tala um femínisma í eintölu
þar sem mörg og ólík afbrigði af fenn'nisma eru til. Femínisma er oft
skipt í tímabil með sérstök einkenni og talað hefur verið um þrjár
bylgjur femínisma.
Saga femínisma hófst á baráttu kvenna í Evrópu íyrir bættum
rétti á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Meginbaráttumál voru bætt
vinnuskilyrði, kosningaréttur og réttur kvenna til menntunar.7 Þetta
hefur verið kallað fyrsta bylgja femínismans. Önnur bylgja femín-
ismans á 6. og 7. áratugnum hófst á baráttu kvenna fyrir rétti til
getnaðarvarna og fóstureyðinga, atvinnuþátttöku kvenna og dag-
heimilisvist íyrir börn. Á þessum tíma kom róttækur femínismi fram
á sjónarsviðið og var stefna hans sú að jafnrétti fyrir konur væri
ekki náð nema karlmenn gæfu eftir hluta af þeim völdum og forrétt-
indum sem feðraveldið haföi tryggt þeim.8 Annarrar bylgju femín-
ismi mætti mikilli andstöðu og fordómum sem leiddu meðal annars
til klisjunnar lífseigu um kafloðnu, karlhatandi, reiðu femínistana
íklædda heríilegum mussum sínum.
Erfitt er að skilgreina þriðju bylgju femínisma þar sem við erum
stödd í henni miðri, en hún tengist meðal annars hnatt- og klám-
væðingunni. Baráttumál þriðju bylgjunnar eru til að mynda að upp-
i
i
5 Þórana Elín Dietz: „Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?”
Vísindavefurinn 20.11.2003. http://visindavefur.hi.is/?id=3878
6 Ilelga Baldvinsdóttir Bjargardóttir: „Femínismí — Mvað er það?“, Vera, 2002; 21 (1).
Bis. 16-19.
7 Þórana Elín Dietz, 2003.
8 Bára Magnúsdóttir: „Þrúgur reiðinnar", Vera, Reykjavík, 2003; 22 (5). BIs. 28-29.
154