Torfhildur - 01.04.2007, Síða 158
Auður HaUdórsdóttir
samfélagi sem væri í raun eign hvítra miðaldra karla. Frekar
kusu femínistar að nýta þann drifkraft sem var í femínismanum
óbeisluðum, og var hann fyrir sumum femínistum í beinni andstöðu
við stofnanavæðingu hefðbundinna fræðigreina.
JudithButler og þriðju bylgjufernínisminn
Einn af áhrifamestu kenningasmiðum þriðju bylgju femínisma
er bandaríska fræðikonan Judith Butler. Hún heldur því fram að
femínismi sé á villigötum þegar hann lítur á konur sem hóp sem
deili einkennum og áhugasviðum. Með því, segir hún, viðheldur hann
kynjatvískiptingu og þannig loki femínismi á að einstaklingurinn
geti valið sér sína eigin sjálfsmynd. Butler heldur því þvi fram að
sú hugsun að konur deili einhverju samkvenlegu eðli sé jafnvel
hættuleg femínisma. Þannnig gangi femínistar inn í orðræðu og
hugsun feðraveldisins, en kyngervismyndir séu flókin framleiðsla
samfélagsins og verði til undir sífelldu oki þess.
Kenningar Judith Butler tengjast þeirri þróun sem átti sér stað
undir lok 7. áratugarins þegar krafan um femínisma sem liti á konur
sem þölbreyttan hóp varð hávær. Konur voru af ýmsum stéttum,
litarháttur þeirra var ólíkur sem og kynhneigð þeirra og menntunar-
stig. Svartir femínistar gagnrýndu hugmyndafræði bandarísks
femínisma sem þeim fannst einungis enduspegla reynslu og hugar-
heim hvítra millistéttakvenna.12
Butler vinnur í anda svokallaðrar afbyggingar, stefnu sem á
rætur að rekja til Jacques Derrida. Póstmódernískar kenningar sem
þessi hafna öllum allsherjar kenningum og einkenni afbyggingar er
nánast fullkomin vantrú á alla viðtekna merkingu. Vandinn liggur
j hins vegar í því hvort hægt sé að ráðast að undirstöðum heimspeki-
og hugmyndakerfa án þess að femínisminn hrynji líka.13
Kenningar Butler höfðu mikil áhrif á hinseginfræði, sem er
regnhlífarhugtak yfir margar þverfaglegar kenningar. Ekki er um
|
12 Sigríður Þorgeirsdóttir: ,,Jafsirétti, mismunur og fjölskylda", Fjöbkyldan og
réttlætið: r'áds!e/huriY,ritstj.JónA.Ka]mansson,MagnúsÐ.Ba]dursson,SfgríðurÞorgeirsdóttir.
Reykjavík, Háskóli íslands, Siðfræðistofnun, Háskólaútgáfan, Reykjavík :1997- Bls. 76.
13 Dagný Krístiánsdóttir: „í skóainum", Undirstraumar, Reykiavík : Háskólaútgáfan,
I 1999 a. Bls. 263-289. (283)