Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 159
Usli í Dyrunum þröngu
að ræða eiginleg og skýrt afmörkuð fræði heldur nokkurs konar
„umsagnir"; róttæka menningarrýni sem er pólitísk og gagnrýnin.
Skilgreiningar á hugtakinu eru margvíslegar og því er ekki ætlað að
stirðna sem kreddu,14 en í raun fjalla hinseginfræði um allt það sem
fellur ekki inn í hin hefðbundnu gagnkynhneigðu tengsl og frávik frá
norminu. Þau taka inn hugmyndir og kenningar úr ýmsum áttum,
eða eins og Geir Svansson kemst að orði:
Skjönun, eða afbygging, á gagnkynhneigðu forræði felst í því að
gagnrýna á róttækan hátt forsendur þess forræðis og forréttinda
sera undirskipa allt og útiloka aðra, þá sem eru hinsegin, í nafni
hins heilbrigða, hins eðlilega, náttúrlegs skipulags eða almáttugs
guðs. Hinsegin fræði, eins og Butler stundar þau, eru pólitísk
og þeira er stefnt gegn gagnkynhneigðri nauðhyggju sera elur á
rasisma, kvenfyrirlitningu og hómófóbíu.15
Judith Butler hefur haft gríðarleg áhrif á kyngervishugsun- og pólitík.
í bók sinni Kyngervisusli: Femínismi og niðurrif sjálfsmyndar16
leitar Butler fanga í kenningum margra samtíma fræðimanna svo
sem Jacques Lacan, Michel Foucault, Monique Wittig, Julia Kristeva
og Luce Irigay. Hún skilgreinir kyngervi sem gjörning, það er,
kyngervi eru ekki náttúruleg heldur verða til í gjörningum, því
sem einstaklingurinn segir og gerir. Gjörningur er ekki einstakur
viðburður heldnr ítrekun á normum eða normaklösum í hinu
gagnkynhneigða kerfi.17 ítrekuninni er ætlað að staðfesta kyngervi
og sjálfsmynd. Kenning Butler miðar að því að sýna fram á grund- j
vallaróstöðugleika kyngerva og sjálfsmynda og felur í sér róttæka
gagnrýni á eðlishyggju og hvernig henni er beitt sem hugmyndafræði-
legn valdatæki. Eðlishyggja byggir á alhæfingum um „konuna“ og
sérstöðu hennar sem grundvallast á líffræðilegum staðreyndum um
líkama hennar.
Aðalmarkmið Butler í Kyngervisusla er að sýna fram á að kyn-
gervin tvö, og jafnvel kynin tvö, séu ekki jafn sjálfsögð og eðlileg
og kann að virðast. Eldcert eðli liggur að baki gjörningnum og kyn-
14 Geir Svansson. 1998: 480-482.
15 Geir Svansson. 1998:486.
16 Butler, Judith: Gender Trouble: Feminism and the Subversion ofldentity, London, 1990.
17 Geir Svansson, 1998: 485.
t C7
1 ö/