Torfhildur - 01.04.2007, Qupperneq 161
Usli í Dyrunum þröngu
Drag felst í því að einstaklingur af öðru kyninu tekur á sig gervi, j
látbragð og háttalag sem hefur verið tileinkað hinu kyninu.
Dragdrottningar klæða sig upp sem glæsikvendi, mikið málaðar og
ýktar í framkomu og með því telur Butler að einkenni kyngervis sem
ranglega hafi verið talin eðlislæg íyrirbæri séu afhjúpuð.21 Markmið
kyngervisusla er að sýna fram á að kynin tvö séu ekki eins sjálfsögð
og eðlileg og í fyrstu mætti virðast, með kollvarpandi (e. subversive)
gjörningum eins og skopgervingu og drag er hægt að grafa undan
gefnuin eðlileika kyngerva.
Kyngervisgjörningurinn er ekki meðvitaður, einstaklingurinn
vaknar ekki á morgnana og ákveður kyngervi dagsins. Kyngervis-
gjörningur dragdrottningarinnar er hvorki sannari né ósannari
en kyngervisgjörningur venjulegrar konu eða venjulegs karls og
„drag-sjóið“ ekki frávik frá norminu heldur sýnir það fram á hvernig
normið virkar, hvernig það er innbyggt í líkama okkar, stílbrögð og
svipbrigði.22
Kristín Ónun'sdóttir og Dijnuir þrihigu
Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1962. Hún hefur stundað skáld-,
smá-, og örsagnagerð, samið ljóð og skrifað leikrit bæði fyrir leik-
svið og útvarp og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk
sín. SkrifKristínareinkennastafleikogögrun; ábakviðeinfalttungu- j
málið er hrollvekjandi húmor. Barnslegt tungumálið er í algerri
mótsögn við efnistökin. Kristín skrifar mikið um ást, dauða og kynlíf
en aldrei „venjulega“ ást, „venjulegan“ dauða eða „venjulegt“ kynlíf. j
Kristín leikur sér að tungumálinu og með því að nota orðatiltæki, \
endurtekningar, klisjur og frasa skjönar Kristín tungumálið og
verður lesturinn lesanda oft á tíðum ekki sérlega þægilegur.
Skjönunin birtist einnig í sýn hennar á kyn, kyngervi og kynhneigð.
Vangaveltur hinseginfræðanna falla vel að skáldskaparheimi Kristínar
þar sem „hvers kyns frávik frá gagnkynhneigðri meðalhegðun eins
og samkynhneigð, kvalalosti, meinlætalosti, barnagirnd, dýragirnd,
21 „In imitating gender, drag implieitly reveals the imitative structure of gender itself - as
well as its contingency." Butier, Judith: 1990:137.
22 OÍson, GaryA. og Wdrsham, Lynn, 2000: 751. S
■K59