Torfhildur - 01.04.2007, Page 163

Torfhildur - 01.04.2007, Page 163
Usli í Dyrarmm þröngn fengi blæðingar. (10) | I Lesandi fær einnig að vita fullt nafn hennar, þjóðerni, fæðingarár, | stað og dag, háralit, hæð og skóstærð. Myndin sem dregin er upp af | henni er þannig skýr og rausæ, sérstaklega miðað við íbúa Dyranna þröngu sem heita undarlegum nöfnum og eru frekar tvívíðar persónur. Þórunn er það sem María Guðrún Hrafnsdóttir skilgreinir sem dæmigerða konu í bókum Kristínar, áberandi og truflandi, kona sem allir þrá og fylgja eftir af veikum mætti.24 Piparjónkan og kennslu- konan Sonja Lísa Hrís og Ágúst næturvörður þrá bæði Þórunni, báðum tekst að sænga hjá henni, en samfarir þeirra verða þó all- j taf til einskis og fullnægingar af skornum skammti. Samfarir við eyjaskeggja eru alltaf misheppnaðar vegna þess að Þórunn er ,,[of] mikil eiginkona í [sér] til að ná sælustu augnablikunum“ (16). í sögunni eru tveir heimar, ísland sem fylgir venjulegum reglum og svo Dyrnar þröngu sem fylgja „hinsegin“ reglum. Heimarnir eru ekki alveg aðskildir en þó virðist fólkið í Dyrunum þröngu ekki vita mikið um ísland. Lesandi er þó stöðugt minntur á tilvist þess, þar sem skattarnir og skyldurnar toga Þórunni til baka. Dyrnar þröngu er fantasía, og fantasían afbyggir raunveru- leikann.25 Fantasíubókmenntir draga athyglina að því sem stendur fyrir utan hið hefðbundna; þær eru í eðli sínu „hinsegin“. Þær tala um það sem er þaggað ogþað sem er ósýnilegt og tjá þannig dulvitundina.26 | Fantasían grefur einnig undan kyngervismun karla og kvenna. í j einum kafla Dyranna þröngu lýsir Kristín rólegum eftirmiðdegi. í síðdegissólinni á torgi bæjarins gengur lífið sinn vanagang: , . , ,, ! Gamlir karlar með derhúfur á höfðinu gengu við staf eða sátu á hekk með púða í fanginu að mata dúfurnar á sætindum og brauði. Krakkarnir hoppuðu í parís og karlmenn með stælta kálfa, klæddir sterklitum kjólum og háhælaskóm, máluðu sig og púðruðu með 24 María Guðrún Hrafhsdóttir: ,,Þó fjarrí væri það óskum mínurn að lenda á sjens Tímarit Máls og menningar, 1996, 57 (1). Bis. 112-115. 25 Jackson. Rosemarv: Fantasy. The Hterature of subversion. Routledge, London, 1995. Bls. 2. 26 Sama rit: 4-6.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Torfhildur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.