Torfhildur - 01.04.2007, Side 164
Auður HaUdórsdóttir
vasaspeglana i lófunum, tylltu hárkollunum betur á
höfuðið, kveiktu sér í sígarettu og stóðu saman í hnapp
hjá blaða- og tímaritaturninum í skugga kringlóttu
trjánna. (39)
Kristín gefur enga ástæðu fyrir skjönun kyngervanna, þetta lýtur
augljóslega hinsegin reglum Dyranna þröngu.
Höfundur notast við myndlíkingar, endurtekningar og orð
sem hljóma mjög svipað, og framandgerir þannig málið.27 Tungu-
málið sjálft er undir stækkunarglerinu; orð segja ekki það sem
þau þýða og þýða ekki það sem þau segja, sem er einnig einkenni
fantasíunnar.
Þórunn og elskhugamir
l
Kyngervisgjörningur í mismunandi aðstæðum kallar fram mis-
munandi viðbrögð.
Þórunn leggur áherslu á hversu venjuleg, jafnvel óspennandi
hún sé. Engu að síður verður hún eftirsótt í Dyrunum þröngu.
Kyngervisgjörningur leiðir oft af sér túlkunarlegt rof og setur
spnrningarmerki við það hvort einhver sameiginlegur skilningur
sé mögulegur. Þetta rof getur svo aftur leitt af sér gríðarlegan
menningarlegan misskilning, misræmi merkinga og túllcana.28
Þegar karlmaður hegðar sér á karlmannlegan hátt sem er
viðurkenndur af samfélaginu þá er hann sannfærðari en nokkru
sinni um að hann sé alvöru karlmaður (karlmenni). Kristín leikur sér
að karlmennskuímyndinni í lýsingunni á ástmanni Þórunnar, unga
og ofstopafulla næturverðinum Ágústi. Ágúst er yngri en Þórunn og
hún verður einhvers konar móðurímynd í hans augum á sama tíma
og hún er elskhugi hans. Þórunn er treg við að gegna því hlutverki
sem Ágúst ætlar henni, sem er hin óvirka, dyggðuga kona sem tekur
ekki frumkvæðið: „Ágúst ætlaði að draga mig af stað en eins og
27 Hvaðeiga hórurnarviðþegarþærsegja urn Þórunni að hún sé: .... sætogspræh einsog
Ihesthaus" (87), hvernig getur gatan verið hrotufull og hvernig iíta úrill leðuvstígvél út
(119)?
28 Olsen, GaryA. og Warsham, Lynn, 2000:113