Torfhildur - 01.04.2007, Side 165
Usli í Dyranum þröngu
sannri konu sæmir veitti ég afdráttarlaust viðnám og stóð sem fastast |
í sporunum" (144-145) og hann kvartar sáran:
Ég er alveg hættur að skilja nokkuð í þér. Allt sem ég
kann stangast svo á við þig. Mig langar að sýna þér
hvernig er hægt að fara að en þú grípur alltaf fram í.
llættu að grípa svona fram í. Eru allar íslenskar konur
eins viíltar og þú? (41)
Þórunn sýnir „karlleg“ einkenni vegnaþess hve hún er rökleg í hugsun,
sjálfsörugg og sjálfstæð. Ágúst er óöruggur í hlutverki sínu sem karl-
maður. Hann sveiflast milli þess að vera rosa gæi og smástrákur,
rómantískur elskhugi og morðóður ruddi. í lok sögunnar gefst
Þórunn upp á honum, drepur hann og eyðileggur karlmennslcu- |
ímyndina með því að klæða líkið í föt sín: vaffhálsmálspeysuna,
pilsið, nælonsokkabuxurnar og háhælaskóna, þ.e.a.s í „drag“. Hún
tekur rauða mótorhjólið hans, sjálft karlmennskutáknið, traustataki
og þýtur eftir veginum „Leiðinni burt úr dyrunum þröngu“ (198).
Hinn elskhugi Þórunnar í Dyrunum þröngu er Óskar, feit-
laginn maður sem hún finnur í gægjugatahöllinni. Óslcar er
kvengerður, hann liggur hljóður og brosandi uppi í rúmi „líkur
myndastyttu af fallegri fijósamri konu“, feitur líkaminn falinn
undir hvítu laki í rökkvuðu herbergi. Húð hans er hárlaus og mjúk, |
brjóstin eins og brjóst unglingsstúlku og kviðurinn eins og á óléttri
konu (184-185). Óskar finnur til mikillar minnimáttarkenndar
gagnvart föður sínum sem honum finnst hafa komið illa fram við
móður hans, eins og móðir hans útslcýrir fyrir Þórunni:
[...] karlmennska Óskars byggist á því að hata föður sinn, hatrið
er það eina sem hann á til að byggja sjálfsmynd karlmennsku
sinnar á, eftir allan tímann með mér. Alia aðra möguleika tók
ég frá honum. Karlmennska föður hans var ríkari og fjölbreyti-
legri, miklu ríkari og fjölbreytilegri. Og erfitt annað en að falla í
skuggann af henni. (182) I
Rétt fyrir dauða hans vaknar karlmennska Óskars óháð móður hans
og föður (187).