Torfhildur - 01.04.2007, Síða 167
Usli í Dyrunum þröngu
Sonja fer úr einu hlutverkinu í annað; í hvert skipti sem hún reynir
að nálgast Þórunni er hún í nýju kvengervi. Þegar hún kemur fyrst
fram er hún skólastýra í stúlknaskóla, í dökkbláum óléttuskokk og á
alla vegu hin prúðasta kona. Næst þegar Þórunn hittir hana er hún
í hlutverki tálkvendis, talar lafliægt með dimmri röddu og lætur
augnlokin síga. Þetta eru skarpar andstæður en hvorar tveggja
þekktar staðalímyndir kvenna.
í Dyrunum þröngu er eins konar gægjugatamoll sem heitir á Á
gægjum með sjálfum forsetanum.
Með því að horfa á uppstillingar í klefum fá áhorfendur
útrás fyrir tilfinningar, hvatir og kenndir. Uppstillingarnar eða
gjörningarnir eru oftast kynferðislegir, og/eða aumkunarverðir.
A þennan hátt er tilfinningalífið blætisgert, það persónulega er
gert opinbert og gægjugatahöllin verður þannig myndhverfing yfir
neyslusamfélagið.
Þórunn stígur inn í klefa sem á að auka á einmanaleika og
kallast Dýrkun einsemdarinnar. Þar hittir hún enn á ný Sonju Lísu
Hrís. Hún er með rauðan shna, rauða einkennishúfu, langar rauðar
gervineglur og stífmáluð. Þar að auki er hún í lærháum leðurstíg- |
vélum. Dagný Kristjánsdóttir fjallar um stígvél vændiskonunnar
í „Froskur kyssir flösku“ og segir: ,,[...]háu hælarnir og háu stíg- \
vélabolirnir hafa augljós fallísk líkindi og eru sjálft skólabókadæmið
um kynferðislegt blæti (fetish).“29
Auk stígvélanna úir og grúir af táknum. Rauði síminn á borðinu
leiðir strax huga lesanda að símavændiskonum og einkennis-
fatnaður ýmiss konar er oft hluti af kynlífsleikjum. Sonja sleikir
varirnar og lýlcur aftur augunum, hægt afldæðist hún, þuklar sjálfa
sig og heldur áfram að tala hægri, vélrænni röddu. Þórunni finnst
þetta óþægilegt og skítugt og hún skilur ekki tilganginn með því sem
fyrir augu hennar ber.
Eins og áður hefur verið bent á felst ákveðin viðurkenning í því j
að vera neytandi, en Þórunn er ólíkt borgarbúum óvön þessari neyslu,
gægjum sem fela í sér sjónfróun, að vera eins og sníkjudýr á annarra
þjáningum og þrám. Þess vegna verður þetta tilfinningafrelsi frekar
kúgandi fyrir hana.
29 Dagnv Kristjánsdóttir: „Froskur kyssir flösku eða ástin varir að eflífu", Heimur kvik-
myndanna, ritstj. Guðni Elísson, Foriagið, Revkjavik: 1999C. Bls. 668-684. (671)