Torfhildur - 01.04.2007, Page 169
Usli í Dyrunum þröngu
Geir Svansson segir í „Ósegjanlegri ást“: „Það þarf þó svo sem
ekki að koma á óvart að Dyrnar þröngu eru eins konar óskaland
óhefts kynlífs (kyngervis) og þrár [,..].“32 En er það? í bænum þar
sem allt er leyfilegt ríkir ekki endilega fullkomið frelsi. Þránni er
aldrei fullnægt, kynlífið leiðir eklci til fullnægingar og kyngervin ekki
jafnfrjáls og þau gætu virst. Þó svo að reglur venjulega heimsins gildi
ekki, dauðinn er til dæmis engan veginn endanlegur, þá eru reglur
hvað varða kyn og kyngervi aldrei fjarri. Hinsegin reglur eru líka
reglur.
Samband Sonju Lísu Hrís og Þórunnar nær eklci að blómstra
þar sem Þórunn er ekki samkynhneigð. Þrátt fyrir allt er kynhneigð
þannig sýnd sem föst og óbreytanleg.
Hlutverk Þórunnar sem móður og eiginkonu er alltaf í for-
grunni; þó svo að hún losni tímabundið undan því og geti tekið sér
elskhuga (svo lengi sem þeir eru karlkyns) þá verður hún á endanum
að snúa til baka. íbúar borgarinnar, Ágúst og systur hans, mæður
elskhuganna, tréð með þúsund augu og flestir sem Þórunn kemst
í kynni við, krefjast þess af henni að hún hegði sér eins og „góð
kona“, en skilgreiningin á því hvað „góð kona“ er er breytileg eftir
væntingum hvers og eins.
Þannig læðast reglur og höft raunheimsins inn í fantasíuveröld
Dyranna þröngu, og undirstrika að jafnvel í heimi þar sem tré geta
talað og þarfir og þrár einstaklinganna eru skilgreindar út í ystu
æsar losnar einstaklingurinn ekki nema tímabundið undan hömlum
staðlaðra kyngerva.
32 Geir Svansson, 1998: 519.