Skólavarðan - 2023, Síða 40

Skólavarðan - 2023, Síða 40
KENNARASAMBANDIÐ / Skólamálaþing KÍ F rábærir fyrirlesarar stigu á stokk á fjölsóttu Skóla- málaþingi Kennarasambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum sambandsins 4. október, undir yfirskriftinni „Með opnum örmum: Hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?“ Um fimmtíu manns lögðu leið sína í Borgartúnið til að fylgjast með árlegu Skólamálaþingi KÍ og enn fleiri fylgdust með í streymi, enda dagskráin spennandi og fyrirlesarar úr öllum áttum og af ýmsum skólastigum. „Börn og ungmenni af erlendum uppruna þurfa að finna að þau séu velkomin í okkar sam- félag, finna að þau skipti máli og tilheyri því samfélagi sem þau búa í. Þegar vel tekst til verður okkar litla samfélag ríkara af mannauði, menningarauði, umburðarlyndi og víðsýni“, sagði Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, við setningu þingsins. Glöggt er gests augað Að setningu lokinni fjallaði Eva Harðardóttir, aðjúnkt og doktorsnemi og aðalfyrirlesari Skólamálaþings, um rannsókn sína þar sem hún spyr með hvaða hætti borgaravitund og inngilding í tengslum við menningarlegan margbreytileika birtist á íslenskum menntavettvangi. Hún sagði mikilvægt að nálgast hnattræna borgaravitund í skólastarfi á gagnrýninn hátt; með gagnrýnu læsi á heiminn og sögu- legu og menningarlegu samhengi. Mikilvægt sé fyrir kennara að spyrja spurninga sem dragi fram ólík sjónarhorn og reynslu. Þannig sé hægt að sporna við valda- ójafnvægi í beitingu hnattrænnar borgaravitundar. Eva sagði hugmyndir verkefn- isins ríma vel við hugmyndir heim- spekingsins Hönnuh Arendt um menntun. Samkvæmt Arendt er markmið menntunar að varðveita og endurskapa heiminn. Menntun Skólamálaþing KÍ Að finna sig aftur heima Hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna? Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambandsins. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, verkefnastjóri ÍSAT í Síðuskóla. 40 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.