Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 6
4 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Í dag snýst glíman mikið til um birtingarmyndir á stórum vanda. Landslag kjaraumræðunnar er þakið skurðum og auðvelt að detta ofan í einn slíkan. Staðreyndin er að kynjamisrétti er ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar fá ekki kjarabætur í takt við hefðbundnar karlastéttir, gildir einu um hvort konum sé að fjölga í þeim stéttum. Þarna erum við búin að hoppa yfir nokkra skurði í umræðunni, til dæmis hvort launamun kynjanna megi ekki laga með því að konur leiti frekar í hefðbundin karlastörf. Að festast í slíkum skurði mun einungis leiða til frekari skorts á hjúkrunarfræðingum með tilheyrandi hörmungum fyrir heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Það sama á við um umræðuna um að gjaldfella störf hjúkrunarfræðinga eða fá hjúkrunarfræðinga frá öðrum þjóðum sem þurfa líka á þeim að halda. Í janúar síðastliðnum var smíðuð brú yfir nokkra slíka skurði, þá var forsætisráðherra afhent skýrsla um virðismat starfa sem aðgerðarhópur vann um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Skýrslan er góð lesning fyrir alla sem ætla sér að tjá sig um launamál. Bent er á í skýrslunni að vanmat á störfum kvenna og meðvitaðir fordómar eða hlutdrægni í garð umönnunar- og fræðslustarfa hér á landi er staðreynd. Þetta hefur leitt til viðvarandi launamunar kynjanna, þrátt fyrir að 70 ár séu frá samþykkt jafnlaunasamþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og 60 ár frá því að launajöfnuður kvenna og karla var lögleiddur hérlendis. Löggjöfin um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna var síðast endurskoðuð 2020 til þess að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir þetta var óleiðréttur launamunur hér á landi 10% árið 2021. Þetta þýðir að fyrir konu sem er með 700.000 krónur í mánaðarlaun þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og rúmlega 47 milljónir króna á starfsævi. Hér eru undanskilin áhrifin af lífeyrisgreiðslum og efnahagslegri stöðu kvenna á efri árum. Það gefur augaleið að leiðréttingin á þessari óásættanlegri stöðu getur ekki beðið lengur og hér þurfa verkin að tala og ganga hraðar fyrir sig. Í dag eru tæplega 96% hjúkrunarfræðinga konur. Fíh hefur lengi haldið fram að um vanmat sé að ræða á störfum hjúkrunarfræðinga í samanburði við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Í skýrslunni segir að launamunur kynjanna hafi í gengum tíðina verið skýrður með því að konur hafi verið minna menntaðar, síður verið í stjórnunarstöðum, þær hverfi af vinnumarkaði reglulega vegna barna og jafnvel eiginleika kvenna, hvað sem það þýðir. Barátta síðustu áratuga hefur skilað miklum árangri, það er ekki lengur hægt að nota svona röksemdir, a.m.k. ekki upphátt. Þrátt fyrir það rekumst við, líkt og margir hjúkrunarfræðingar þekkja sjálfir, reglulega á valdamikil öfl sem einkennast af vanþekkingu á störfum hjúkrunarfræðinga, skilningsleysi á aðstæðum og skorti á framtíðarsýn. Við erum ekki að tala um illsku eða neitt slíkt, við erum að tala um ákveðinn ómeðvitaðan hugsunarhátt sem hefur einkennt menningu okkar í langan tíma. Þessi hugsunarháttur gerir að það verkum að umræðan ratar út í skurð en ekki um framtíðina eða réttlæti. Til að vinna bug á þessu þarf að spyrja réttu spurninganna, því rétta spurningin hefur það afl að geta rétt umræðuna af. Það hefur margoft komið fram að vandinn er ekki bundinn við Ísland. Í Danmörku hefur aldrei verið jafn mikill þrýstingur á heilbrigðiskerfið og nú. Ástæðurnar eru nánast þær sömu og hér; þjóðfélagið er að eldast hratt, góðri frammistöðu í heimsfaraldri var ekki mætt með öðru en lófaklappi og þegar hjúkrunarfræðingar í Danmörku fóru í verkfall 2021 voru sett á það lög. Þegar stór hópur hjúkrunarfræðinga fékk óbragð í munninn og fann sér aðra vinnu hafði það dómínóáhrif á allt heilbrigðiskerfið. Biðlistar eftir skurðaðgerðum lengjast en stjórnvöld hafa bundið vonir við að einkaaðilar geti hjálpað til við að leysa þann vanda. Stjórnvöld þar eru nú að leita ýmissa leiða um hvernig bregðast á við. Stefið er svo kunnuglegt að það er nánast hægt að syngja með. Umræðan þar er einnig kunnugleg, í fréttum dúkka upp mörg lítil vandamál sem eru í raun einungis birtingarmynd stóra vandans. Ein slík birtingarmynd er að á síðustu fjórum árum hefur hjúkrunarfræðingum starfandi á sjálfstæðum lýtalækningastofum fjölgað um helming. Dorthe Boe Danbjørg, kollegi minn hjá Félagi danskra hjúkrunarfræðinga, svaraði blaðamanni á sama hátt og ég hef hefði gert. Ég hef miklar áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum en það hefur ekkert upp á sig að spyrja hjúkrunarfræðinga hvers vegna þeir vilja frekar starfa annars staðar en á heilbrigðisstofnunum. Rétta spurningin er til ráðamanna, hvers vegna er ekki meira aðlaðandi að starfa á heilbrigðisstofnunum ykkar? Við vitum svarið, það þarf að bæta kjörin og starfsaðstæðurnar. Í lok skýrslunnar er lagt til að metinn verði kostnaður við leiðréttingu hópa ef til þess kemur, sett verði af stað verkefni um heilstætt virðismatskerfi og starfshópur þrói nýja samningaleið. Ef þetta verður að veruleika þýðir þetta róttækar kerfisbreytingar á íslenskum vinnumarkaði, löngu tímabærar breytingar sem munu koma af stað mikilli umræðu, þá sem aldrei fyrr verður mikilvægt að spyrja réttu spurninganna. Pistill formanns Rétta spurningin Það var mjög ánægjulegt að ræða við svo marga hjúkrunarfræðinga um allt land í hringferð Fíh fyrstu tvo mánuði ársins. Skilaboðin eru skýr fyrir næstu kjarasamninga, markmið Fíh er að semja um kjör sambærileg og aðrar háskólamenntaðar stéttir hafa gert í þeirra miðlægu kjarasamningum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.