Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 41
39
Ritrýnd grein | Peer review
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
AÐFERÐ
Syrgjendur eru viðkvæmur hópur sem hefur orðið fyrir áfalli
og upplifað þjáningu. Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði var
notaður til að svara rannsóknarspurningunni en hann verður oft
fyrir valinu í rannsóknum á Norðurlöndunum þegar rannsakaðir
eru viðkvæmir hópar sem hafa upplifað áföll og þjáningu, vegna
siðferðislegrar áherslu í aðferðafræðinni (Dowling og Cooney,
2012) þar sem áhersla er lögð á að líta á hvern þátttakanda með
virðingu, hlýju og hógværð (Sigríður Halldórsdóttir, 2021).
Þátttakendur
Við val á foreldrum var notast við sjálfboðaliðaúrtak og var auglýst
eftir foreldrum í gegnum Píeta sjálfsvígsforvarnarsamtökin. Þegar
hópurinn er ekki fyrir fram þekktur er gjarnan notast við slíkt úrtak.
Öllum gefst kostur á þátttöku og með því fást oft einstaklingar
með ólíka reynslu. Ókostur við sjálfboðaliðaúrtak getur hins vegar
verið að þeir einstaklingar sem veljast séu ekki dæmigerðir fyrir
þýðið þar sem þátttaka í rannsókn gegnum sjálfboðaliðaúrtak
krefst frumkvæðis, áræðni og áhuga (Katrín Blöndal og Sigríður
Halldórsdóttir, 2013).
Skilyrði fyrir þátttöku var að vera foreldri, móðir eða faðir, sem
misst hafði son eða dóttur í sjálfsvígi og var hjónum frjálst að vera
saman í viðtali. Í kjölfar auglýsingar eftir þátttakendum höfðu tíu
foreldrar samband, sjö mæður og þrír feður, og lýstu yfir vilja til
þátttöku. Foreldrarnir voru á aldrinum 40-65 ára þegar viðtölin
fóru fram. Aldursbil sona/dætra var 17-37 ár þegar þau létust og
voru 3-24 ár liðin frá andláti. Sjá yfirlit yfir foreldrana í töflu 1.
Eins og sjá má í töflunni var meðaltími frá andláti 4 ár fyrir utan
hjá einni móður, Örnu, þar sem 24 ár voru liðin frá andláti. Ákveðið
var að hafa hana með í rannsókninni en hafa þann fyrirvara á þátt-
töku hennar að margt kynni að hafa breyst í kerfinu frá því hún
upplifði sjálfsvíg sonar síns sem þá var 17 ára.
Gagnasöfnun og gagnagreining
Gagnasöfnun fór fram með samræðum milli fyrsta höfundar sem
er hjúkrunarfræðingur (hér eftir rannsakandi) og foreldranna þar
sem hvert foreldri var um leið meðrannsakandi. Tekin voru samtals
13 viðtöl við tíu foreldra; einstaklingsviðtöl við fjórar mæður og
þrjú viðtöl þar sem foreldrar voru saman í viðtalinu. Tvö viðtöl voru
tekin við sex foreldra en eitt viðtal við ein hjón. Viðtölin voru tekin á
rúmlega eins árs tímabili og fóru þau fram á heimilum foreldranna
að þeirra ósk. Viðtalsáætlun, byggð á rannsóknarspurningunni
og undirspurningum, var höfð til hliðsjónar en viðtölin voru í
samræðustíl. Viðtölin voru rituð orðrétt og þess gætt að þau
væru ekki persónugreinanleg með því að breyta öllum nöfnum
og gæta þess að tilgreina ekki staðsetningar eða önnur kennileiti.
Við vinnslu rannsóknarinnar var farið í gegnum 12 meginþrep
Vancouver-skólans þar sem megináherslan var á þemagreiningu
ásamt sundurgreiningu og afbyggingu (e. deconstruction) og síðan
samþættingu og uppbyggingu (e. reconstruction). Sjá töflu 2 yfir
12 meginþrep Vancouver-skólans og hvernig þeim var fylgt í
rannsókninni. Sjö vitrænir meginþættir eru endurteknir í öllum
þrepunum (mynd 1).
Tafla 1. Yfirlit yfir þáttakendur
Rannsóknarnafn Sonur/dóttir Aldur við andlát Árafjöldi frá
andláti
Arna Sonur 17 ára 24 ár
Brynja Sonur 18 ára 5 ár
Sunna Sonur 23 ára 4 ár
Valdís Sonur 28 ára 5 ár
Hrafn Sonur 28 ára 5 ár
Katrín Sonur 19 ára 3 ár
Iðunn Dóttir 26 ára 5 ár
Jón Dóttir 26 ára 5 ár
Helena Sonur 37 ára 3 ár
Þór Sonur 37 ára 3 ár
Tafla 2. 12 meginþrep Vancouver-skólans í fyrirbæra-
fræði og hvernig þeim var fylgt í þessari rannsókn
Þrep í rannsóknarferlinu Hvernig þeim var fylgt
í þessari rannsókn
Þrep 1. Val á samræðufélögum
(úrtak).
Tíu foreldrar voru valdir með sjálf-
boðaliðaúrtaki, 3 feður og 7 mæður
(þar af þrenn hjón/pör). Allir þátt-
takendur fengu dulnefni.
Þrep 2. Undirbúningur hugans
(áður en samræður hefjast).
Hugmyndir og tilgátur rannsakanda
lagðar til hliðar.
Þrep 3. Þátttaka í samræðum
(gagnasöfnun).
Staðfesting 1
Tekin voru tvö viðtöl við 6 foreldra,
eitt viðtal við hjón, samtals 13 viðtöl.
Túlkanir rannsakanda voru staðfestar
í viðtalinu sjálfu.
Þrep 4. Skerpt vitund varðandi hug-
myndir og hugtök.
Samræður voru hljóðritaðar og unnið
var úr þeim samhliða gagnasöfnun.
Þrep 5. Þemagreining (kóðun).
Finna lykilhugtök og lykilsetningar
og finna merkingu þeirra.
Frásagnir voru greindar í meginþemu
og undirþemu.
Þrep 6. Að smíða greiningarlíkan fyrir
hvern þátttakanda.
Frásögnum foreldra raðað upp í grein-
ingarlíkan fyrir hvern og einn.
Þrep 7. Staðfesting á hverju
greiningarlíkani með viðkomandi
þátttakanda.
Staðfesting 2
Hver þátttakandi staðfesti sitt
greiningarlíkan með athugasemdum
sem rannsakandi lagfærði í kjölfarið.
Þrep 8. Heildargreiningarlíkan er
smíðað úr öllum einstaklings-
greiningarlíkönunum.
Þróað var heildargreiningarlíkan úr
öllum greiningarlíkönum þátttakenda
til að fá heildstæða yfirlitsmynd
(heildargreiningarlíkan).
Þrep 9. Heildargreiningarlíkanið borið
saman við rannsóknargögnin
(rituðu viðtölin).
Staðfesting 3
Samræmi tryggt með yfirlestri
á viðtölum og endurtekinn
samanburður gerður á ný.
Þrep 10. Kjarni fyrirbærisins settur
fram sem lýsir fyrirbærinu
(niðurstöðum í hnotskurn).
Krefjandi lífsreynsla og flókin sorg:
Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar.
Þrep 11. Staðfesting á heildargreining-
arlíkani og meginþema með einhver-
jum þátttakendum.
Staðfesting 4
Þrír foreldrar staðfestu heildargrein-
ingarlíkanið með athugasemdum sem
rannsakandi lagfærði í kjölfarið.
Þrep 12. Niðurstöður rannsóknarinnar
skrifaðar þannig að raddir allra heyrist.
Trúverðugleiki rannsóknar aukinn með
því að vitna beint í alla þátttakendur
að einhverjum hluta í rannsókninni.
Mynd 1. Vitrænn vinnuferill Vancouver-skólans í fyrirbærafræði
1. Að
vera kyrr
2. Að
ígrunda
3. Að
koma
auga á
4. Að
velja
5. Að
túlka
6. Að
raða
saman
7. Að
sannreyna