Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 63
61 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Spurningar um hvort kennsla um kynheilbrigði hefði komið til móts við fræðsluþarfir þátttakenda, hvort þeir hefðu fengið góð svör við sínum spurningum og góðar upplýsingar um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma voru með svarmöguleika á fimm gilda Likert-kvarða. Svarmöguleikar voru flokkaðir í þrennt þar sem „frekar ósammála/ mjög ósammála“ fékk gildið 1, „hvorki sammála né ósammála“ fékk gildið 2 og „frekar sammála/mjög sammála“ fékk gildið 3. Af 18 fullyrðingum um færni varðandi að takast á við aðstæður og taka ákvarðanir um kynheilbrigðismál voru valdar fimm fullyrðingar sem áttu við um kynferðislega sjálfsvirðingu og þær greindar út frá mati nemenda um hvort kennsla væri góð eða ekki. Svarmöguleikar voru á fimm gilda Likert-kvarða. NIÐURSTÖÐUR Almennar niðurstöður Könnunin var send til 2.488 nemenda og voru 648 þeirra sem svöruðu henni sem samsvarar 26% svarhlutfalli af heildarúrtaki. Svarhlutfall milli skóla var á bilinu 1,9% til 54,5%. Konur voru í meirihluta eða 54,8% og voru flestir 18 ára eða 64,5%. Meirihluti þátttakenda bjó hjá báðum foreldrum (63,4%) og var rúmlega helmingur þátttakenda einhleypir (56,2%), tafla 1. Mat unglinga á gæðum kennslu um kynheilbrigði Þátttakendur voru beðnir um að meta hvort þeir hefðu fengið góða kennslu um kynheilbrigði í gegnum skólagöngu sína eða ekki. Af þeim sem svöruðu spurningunni voru 25% ósammála (frekar/mjög), 34,9% voru sammála (frekar/mjög) og 40,1% tóku ekki afstöðu. Meirihluti þátttakenda, eða 56,1%, taldi að kennsluaðili í 8.-10. bekk hefði komið efninu vel til skila og 19,6% illa. Í framhaldsskóla voru 73,9% sem töldu að kennsluaðili hafði komið efninu vel til skila og 6,5% illa. Gæði kennsluhátta: Kennsluaðferðir og hæfni kennsluaðila Fram kom að þátttakendur sem töldu kennslu um kynheilbrigði hafa verið góða voru líklegri til að hafa fengið fjölbreyttari kennsluaðferðir en þeir sem töldu hana síðri (tafla 2). Kí-kvaðrat próf sýndi fram á marktækan mun (p<0,001). Helmingur þátttakenda, eða 53,6%, sem var sammála því að hafa fengið góða kennslu fengu 3-6 kennsluaðferðir á móti 33,8% þeirra sem voru ósammála. Þátttakendur mátu hversu vel kennsluaðili, í grunn- og framhalds- skóla, kom efninu til skila eftir því hvort þeir töldu kennsluna hafa verið góða eða ekki (tafla 3). Kí-kvaðrat próf sýndi marktækan mun á milli þeirra sem töldu hana vera góða og þeirra sem töldu hana ekki góða í 8.-10. bekk (p<0,001). Meirihluta eða 86,4% þátttakenda fannst að kennsla um kynheilbrigði hefði verið góð, sögðu að kennsluaðili í grunnskóla hefði komið efninu vel til skila (frekar/mjög), samanborið við 19,7% sem fannst kennslan síðri. Einnig var marktækur munur á kennsluaðila í framhaldsskóla (p<0,001) en 87% þátttakenda sem töldu kennslu vera góða sögðu hann hafa komið efninu vel til skila á móti 49,3% þeirra sem töldu hana síður góða. Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda N % Kyn Karl 278 42,9 Kona 355 54,8 Kynsegin 7 1,1 Annað 4 0,6 Aldur 18 ára 418 64,5 19 ára 130 20,1 20 ára 64 9,9 21 árs og eldri 36 5,6 Aðsetur Hjá báðum foreldrum 407 63,4 Hjá einstæðri móður 45 7,0 Hjá einstæðum föður 19 3,0 Með móður og stjúpforeldri 56 8,7 Með föður og stjúpforeldri 14 2,2 Bý ein/einn/eitt 17 2,6 Bý með kærustu/a 44 6,9 Annað fyrirkomulag 40 6,2 Hjúskaparstaða Einhleyp/t/ur 360 56,2 Í föstu sambandi 250 39,0 Í sambúð 17 2,7 Í hjónabandi 3 0,5 Annað 11 1,7 Tafla 2. Gæði kynfræðslunnar eftir fjölda kennslu- aðferða Ekki góð kynfræðsla Góð kyn- fræðsla Kí- kvaðratᵃ df p- gildi N n % n % 379 1-2 kennslu- aðferðir 207 104 66,2 103 46,6 14,612 1 0,000* 3-6 kennslu- aðferðir 172 53 33,8 119 53,6 p<0,001* a=væntitíðni undir 5 er ekki til staðar í meira en 20% reita Tafla 3. Gæði kynfræðslunnar eftir hæfni kennsluaðila Ekki góð kynfræðsla Góð kyn- fræðsla Kí- kvaðratᵃ df p- gildi N n % n % Kennsluaðili kom efninu vel til skila 8-10 bekkur 326 Frekar/mjög illa 72 67 52,8 5 2,5 157,842 2 0,000* Hvorki vel né illa 57 35 27,6 22 11,1 Frekar/mjög vel 197 25 19,7 172 86,4 Framhalds- skóli 215 Frekar/mjög illa 16 13 18,8 3 2,1 38,247 2 0,000* Hvorki vel né illa 38 22 31,9 16 11,0 Frekar/mjög vel 161 34 49,3 127 87,0 p<0,001*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.