Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 82
80 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
að bera ábyrgð á eigin heilsu. Undirþemað „reynsla sem dregur
úr öryggistilfinningu“ og flokkarnir: a) óöryggistilfinning; b)
þekkingarleysi á sykursýki tegund 2 og afleiðingum hennar; c)
vantrú á eigin getu. Sjá mynd 1.
Öryggistilfinning og vellíðan
Öllum þátttakendunum fannst mikilvægt að koma í reglulegt
sykursýkiseftirlit hjá fagaðila. Það kom fram í viðtölum við
þátttakendur að þau voru sátt við að heilsugæslan sæi um
sykursýkiseftirlitið. Nefndu þátttakendur mikilvægi utanumhalds
og að fagaðili væri að fylgjast með þeim. Það að fagaðili sæi um
að boða þau reglulega í tíma í sykursýkiseftirlit skipti þau miklu
máli við að fylgjast með þróun sykursýkinnar. Utanumhaldið og
eftirlitið veitti þeim öryggi og vellíðan. Lóa sagði: „... mér finnst
svo mikill munur að það sé hringt svona í mig og mér gefinn tími
… mér finnst ég þá skipta máli“ og „... mér finnst bara mjög gott að
vera í þessu utanumhaldi ... þessi öryggistilfinning“ (Fríða).
Hluti af reglubundnu sykursýkiseftirliti er að fylgjast með
lífsmörkum, hæð, þyngd og blóðprufum þar sem mældur er
langtímablóðsykur og fastandi blóðsykur. Þátttakendurnir voru
sammála um að utanumhaldið og eftirlitið hjálpaði þeim við að
fylgjast með þróun sjúkdómsins hjá sér, eins og Raggi sagði: „...
maður fær alltaf þessar mælingar í þessum tímum þá fær maður
alltaf einhverja viðvörun ... vekur mann svoldið upp ...“.
Það að hitta fagaðila reglulega og fara yfir niðurstöður blóðprufa
og annarra mælinga sem og bara að ræða málin, jafnvel bara
um daginn og veginn, var hluti af því að veita þeim aukna
öryggistilfinningu. Þá fannst þeim mikilvægt að læknirinn þekkti
þau og þeirra sjúkdómssögu. Eins og Svenni talaði um: „Ég held
það að það sé mjög mikilvægt líka að læknirinn manns þekki
mann ...“.
Að vera upplýstur og meðvitaður um sjúkdóminn
Fræðsla og leiðbeiningar eru mikilvægur þáttur í sykursýkis-
móttökunni. Þátttakendurnir höfðu fengið fræðslu um mataræði
og hreyfingu og fannst þeim öllum hún gagnleg og nauðsynleg
eins og Svenni sagði: „Maður finnur það bara að hún (fræðslan)
skiptir bara miklu máli ...“. Þátttakendurnir voru sammála um að
fræðslan og leiðbeiningarnar sem þau hefðu fengið hefði nýst
þeim vel við að takast á við sykursýkina. Raggi (82 ára): „Og það
eru þessar leiðbeiningar sem náttúrulega hafa orðið til þess að ég
er enn þá að vinna ...“.
Hjá einum þátttakenda hafði maki hans tekið þátt í eftirlitinu og
fræðslunni og fannst honum það mjög mikilvægt og hjálplegt. Það
að einhver annar í fjölskyldunni hefði fengið fræðslu um sykursýki
tegund 2 jók öryggistilfinninguna: „Já það eru mjög góðar
leiðbeiningar sem við fáum þarna og konan mín er tekin með,
svona til þess að hún viti hvað, svo hún geti passað mig ...“ (Raggi).
Hluti af því að vera upplýstur og meðvitaður um sjúkdóminn var
það að ná sér sjálfur í fræðslu og vita hvar á að leita að henni, eins
og Dísa sagði: „Svo getur maður bara sjálfur lesið á netinu ...“.
Bera ábyrgð á eigin heilsu
Þátttakendurnir gerðu sér grein fyrir ábyrgð sinni á eigin heilsu. Að
fylgja fyrirmælum var hluti af því þó að þeir segðu að þeim takist
misvel að fylgja fyrirmælum. Mataræði og hreyfing voru þættir
sem þátttakendur drógu fram sem þætti sem þeir gátu haft áhrif
á meðal annars vegna þeirra fræðslu sem þeir höfðu fengið. Hrafn
sagði: „... ég er mjög meðvitaður um hvað ég má borða og er búinn
að vera það svolítið lengi“.
Fram kom í viðtölum þeirra að aldur og reynsla af því að hugsa
um og lifa með sjúkdóminn í mörg ár hefur kennt þeim hvað þeir
sem einstaklingar þoldu. Dregið var fram að það að þekkja eigin
líkama og hvað hann þolir skipti máli eða eins og Freyja nefndi:
SS2 er alvarlegur sjúkdómur
Mynd 1. Sýnir niðurstöður rannsóknarinnar settar upp í hugtakakort.
vera meðvitaður um lífsstílstunda líkamsrækt
bera ábyrgð á eigin heilsu
aukin meðvitund um að
sykursýki tegund 2 er
alvarlegur sjúkdómur sem
þarf að hugsa um daglega
þekkja líkama sinn
vera meðvitaður um
mataræði
fara eir leiðbeiningum
afla sér sjálfur
upplýsinga
fylgjast sjálfur með
nýjustu upplýsingum
fræðsla og leiðbeiningar
fræðsla um mataræði
fræðsla um hreyfingu
fræðsla um lyf (virkni
þeirra og aukaverkanir)
fræðsla um andleg og
líkamleg einkenni SS2
að vera upplýstur og meðvitaður
um alvarleika sjúkdómsins
þekkingarleysi á SS2 og afleiðing
hennar
skert minni
brenglað tímaskyn
fylgja ekki fyrirmælum
langt á milli eirlitstíma
mikil starsmannavelta
samskipta örðugleikar
milli heilbrigðisstofnana
ófullnægjandi fræðsla um sykurfall
ónóg fræðsla um þróun sykursýki 2
ófullnægjandi fræðsla um
aukaverkanir lyfja
vantrú á eigin getu
óöryggistilfinning
eirlit
eirlit með lyfjum
blóðprufur
líkamsskoðun
öryggistilfinning
og vellíðan
vera kallaður inn í
blóðprufu og eirlit
hitta fagaðila og fara
yfir málin
utanumhald
að einhver sé að fylgjst með
reynsla sem dregur úr
öryggistilfinningu
reynsla sem eykur
öryggistilfinningu