Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 83
81 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 „Það skiptir mig bara máli að vera sjálf bara vakandi, ég þarf bara alltaf að vera vakandi ... ég er til dæmis hætt að borða ávexti“. Það að þekkja eigin líkama og takmarkanir hans var hluti af daglegu lífi þeirra bæði til að passa upp á sykursýkina en einnig þegar þau vildu gera vel við sig eða „svindla“ eins og þau kölluðu það, því það var þeim mikilvægt að gera vel við sig á tyllidögum. Í viðtölum við þátttakendur kom fram hvað þeim fannst sjúkdómurinn lúmskur og hættulegur. Þó var það svo að því meðvitaðri sem einstaklingarnir voru um alvarleika sjúkdómsins og afleiðingar hans því meiri líkur virtust vera á að þeir fylgdu fyrirmælum og aðlöguðu lífsstíl sinn að ráðleggingum fagaðila. Freyja sagði: „Og hérna og ég er bara meðvituð um sjúkdóminn, hann er hættulegur ... og ég veit það skiptir máli hvernig ég sjálf tek á honum, ég get ekki sett ábyrgðina yfir á heilsugæsluna“. Óöryggistilfinning Óöryggistilfinning hjá þátttakendum orsakaðist meðal annars af mikilli starfsmannaveltu innan heilsugæslunnar. Flest töluðu þau um tíðar mannabreytingar og þá óöryggistilfinningu sem fylgdi því að vita ekki hver þeirra heimilislæknir væri né þekkja almennilega til fagfólksins. Eins og Kría komst að orði: „... og hún náttúrlega hætti líka þannig að (hlær við) það er komin ný núna og ... sko það hefur ekkert staðist sem hún hefur sagt ...“. Þátttakendur höfðu reynslu af að stundum gleymdist að kalla þau inn í sykursýkiseftirlitið sem olli óöryggistilfinningu. Einnig að vegna tíðra breytinga á fagfólki þá upplifðu þátttakendur að fagfólkið þekki það ekki og þess vegna fannst þeim þau þurfa að endurtaka sjúkrasögu sína alltaf þegar þau hittu nýjan fagaðila sem jók á óöryggi þeirra þar sem þeim fannst fagfólkið ekki þekkja það. Bella komst þannig að orði: „Mér finnst eins og maður þurfi að byrja að segja það sama og síðast ... af því að viðkomandi þekkir mann ekki ...“. Þeir sem höfðu verið í sykursýkiseftirliti á vegum Landspítalans og útskrifaðir þaðan til heilsugæslunnar töluðu um skort á samskiptum milli stofnana. Einstaklingarnir þurfa sjálfir að minna á sig ítrekað og fannst þeim eins og þeir væru í lausu lofti og jók það mjög á óöryggistilfinningu þeirra: „Það hefur verið svolítið ruglingslegt hjá mér, ég var á göngudeildinni á LSH … og hérna það er ár síðan og ... ég var alltaf á sex mánaða fresti á göngudeildinni það var mjög svona – bara gekk mjög vel ...“ (Bella). Þekkingarleysi þátttakenda á sykursýki tegund 2 og afleiðingum hennar Fræðsla sem þátttakendur fengu hjá fagfólki heilsugæslunnar var afmörkuð við ákveðin svið sem olli þátttakendum óöryggi. Eftir því sem þátttakendur glímdu lengur við umönnun sykursýkinnar varð reynsla þeirra margvíslegri. Í tali þátttakendanna kom fram að lítil áhersla var lögð á fræðslu um fylgikvilla sykursýki svo sem sykurfall og afleiðingar þess. Vegna þess þá þekktu þeir ekki einkenni sykurfalls og vissu því ekki hvernig rétt væri að bregðast við því. Eins og Bella sagði: „Ég lenti einu sinni í svona sykurfalli. Það var akkúrat þegar ég fékk þetta gallsteinakast ... og ég var ekki alveg að fatta fyrst hvað var að sko ... það var einhver sem stakk upp í mig mola og hérna sagði að ég væri í sykurfalli og ég var hérna: ha er það?“. Fáir þátttakendur höfðu fengið fræðslu eða spurningar sem snúa að andlegu heilsunni. Enginn kannaðist við skimunarlista um streitu tengdri sykursýki. Hins vegar höfðu nokkrir fengið spurningar um andlega líðan en það var í tengslum við covid-faraldurinn. Fæst gerðu þau sér grein fyrir því að sykursýki tegund 2 gæti haft áhrif á þeirra andlegu heilsu. Eins og Bella sagði þegar hún var spurð um fræðslu um andlega líðan í tengslum við sykursýki tegund 2: „Ja, það væri ábyggilega til bóta að því maður er kannski ekki alltaf að átta sig á því hvað, hvort þetta er eitthvað að hafa áhrif á svona andlega heilsu þegar nú margt annað getur verið að trufla mann“. Takmörkuð fræðsla birtist einnig í því að lítil áhersla virðist vera lögð á fræðslu og upplýsingar um aukaverkanir lyfja. Eins og Dísa sagði: „... maður fær fræðslu um lyfin en aldrei um aukaverkanir“. Einnig fannst þátttakendum skortur á því að farið væri reglulega yfir lyfin og lyfjagjöfin endurskoðuð. Þeim fannst þau vera á of mörgum lyfjum og veltu fyrir sér hvort öll þessi lyf væru nauðsynleg og einnig komu þau inn á það hvort lyfin mættu vera tekin saman. Það var álit þeirra að heimilislæknirinn ætti að hafa yfirsýn og umsjón með lyfjunum þeirra. Upplifun Svenna var: „Maður spyr sig stundum sko, hefur þetta ekki einhver áhrif á það sem fyrir er ... og það er einmitt þetta sem maður þyrfti að fá betri upplýsingar um“. Vantrú á eigin getu Skortur á trú á eigin getu var einn áhrifaþáttur sem nokkrir þátttakendur töluðu um. Hjá þeim sem töluðu um þessa vantrú var það stór áhrifaþáttur á þeirra óöryggistilfinningu. Skert minni var einn af þeim þáttum sem þau nefndu, eins og þau treystu ekki á eigið minni. Eins og Krummi sagði: „Já maður er bara búinn að sjá það í gegnum lífið að manni er ekki sjálfum treystandi til þess að hugsa um þetta“. Ekki kom fram í viðtölum við þátttakendur hvernig fagfólk aðstoðaði þá við að fylgja fyrirmælum. Enginn kannaðist við sameiginlega markmiðasetningu að öðru leyti en því að halda blóðsykursgildunum niðri. En vantrú á eigin getu var einnig til staðar með það að fylgja fyrirmælum en einnig vegna þess hversu lúmsk sykursýkin gat verið, sem jók á óöryggistilfinningu, eins og Bella sagði: „Og ég alveg búin að fá hnút í magann af því að allt væri að fara til andskotans sko ...“. Eða bara að panta tíma í eftirlit á réttum tíma. Eins og Krummi sagði: „Já þar fyrir utan, ég átti að fara til augnlæknis og koma aftur eftir tvö ár og svo mundi ég eftir að panta tíma en þá voru komin fimm ár ...“. Tekið skal fram að þátttakendurnir voru sammála um að aldur þeirra hefði ekki neikvæð áhrif á sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Einnig voru þeir sammála um að lítil áhersla væri á andlega líðan eða andlega heilsu í sykursýkismóttökunni. Þá var markmið þeirra að halda sykursýkinni niðri en fæstir könnuðust við að rætt hafi verið um sameiginlega markmiðasetningu í sykur- sýkismóttökunni. Í rýnihópaviðtölunum var aldrei beint spurt um þróun sykursýkinnar eða um niðurstöður blóðprufa eða hvernig gengi með blóðsykursgildi, áherslan í rýnihópaviðtölunum var á væntingar og reynslu þátttakanda af sykursýkimóttökunni og þjónustu í tengslum við hana. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að almennt eru einstaklingar ≥ 65 ára með sykursýki tegund 2 ánægðir með sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Yfirþema rann- sóknarinnar var aukin meðvitund þátttakenda um að sykur- sýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að hugsa um daglega. Rauði þráður niðurstaðnanna var reynsla af öryggis- og vellíðunartilfinningu þátttakenda. Það að vera kallaður reglulega inn í sykursýkiseftirlit hjá heilsugæslunni sýndi þátttakendum að fagaðilar hjá heilsugæslunni tækju fagaðilahlutverk sitt alvarlega og það veitti þeim aukna öryggistilfinningu og jók traust þeirra á þjónustunni. Öryggi sjúklinga er forgangsatriði við meðhöndlun á sykursýki meðal eldri einstaklinga en er oft í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.