Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 93
91 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Tafla 4 sýnir undirbúning, meðferðir og mat á ástandi sjúklinga á biðtíma eftir aðgerð. Mats á næringarástandi var getið í sjúkraskrá hjá 9,8% tilvika í yngri hópnum og 9,6% hjá eldri hópnum. Framkvæmt næringarmat var svipað í báðum hópum, 14,7% hjá yngri en 14,4% hjá eldri hópnum. Einkenni óráðs voru algengari í eldri hópnum (p=0,038). Meðferðartakmörkun var oftar skráð hjá eldri aldurshópnum (p=<0,001), en ekki skráning á vitrænni getu sem var 33,3% í yngri hópnum og 48,4% í eldri (p=0,09). Í 40% tilvika voru sjúklingar fastandi og aðgerð frestað til næsta dags og föstuðu því tvo daga í röð. Ekki var munur milli aldurs- hópa p=0,571. Meðalföstutími á tæra drykki fyrri daginn var 11,2 klst. (sf±6,01) hjá yngri hópnum en 10 klst. (sf±6,71) hjá eldri hópnum (p=0,88). Á aðgerðardegi var meðaltími föstu á tæra drykki í yngri hópnum 12,9 klst. (sf±5,32 ) og hjá eldri 13,1 klst. (sf±4,97) (p=0,215). Flestir föstuðu fyrir aðgerð í 12 eða 18 klst., sjá töflu 5. Næringar- drykkur fyrir aðgerð var notaður í 31,1% tilviki hjá yngri hópnum en 25,3% hjá eldri (p=0,442). Á legudeild frá vöknun komu 36,8% á tímabilinu kl. 24–08. Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að fyrir hver 10 ár sem þátttakendur voru eldri föstuðu þeir 1,83 klst. styttra á drykki. Aðrar breytur sem áhrif höfðu voru lengd föstu á aðgerðardegi og not á næringardrykkjum. Líkanið reyndist marktækt, F=12,460, p<0,001, og geta þessar breytur skýrt 31% (r2=0,31) í dreifingu breytunnar lengd föstu á drykki fyrir aðgerð, sjá töflu 6. UMRÆÐUR Í niðurstöðum kemur fram að föstutími fyrir aðgerð er óþarflega langur bæði á fasta fæðu og drykki en skráning föstu á drykki er betur gerð hjá eldri hópnum. Þó að næringardrykkir fyrir aðgerð séu of sjaldan nýttir sýndi aðhvarfsgreining, að lengri fasta á tæra drykki fyrir aðgerð tengdist meiri notum á næringardrykkjum. Í ráðleggingum varðandi undirbúning aðgerðar vegna mjaðma- brota er lögð áhersla á mat á næringarástandi og hvatt til notkunar á prótínríku fæði ásamt næringardrykkjum en niðurstöðurnar sýndu að sjaldan var framkvæmt næringarmat eða fjallað um næringarástand. Samkvæmt Holst o.fl., (2021) er næring mikilvægasti þátturinn til að bæta hag sjúklinga og dregur gott næringarástand úr fylgikvillum aðgerða. Chaudhary o.fl., (2022) benda á að betri næring stytti legutíma og vel nærðir sjúklingar komist fyrr á fætur og séu með minni verki. Þegar horft er á lengd föstu fyrir aðgerð, bæði varðandi fasta fæðu og tæra drykki, má álykta að skerpa þurfi á verklagi og skipulagningu til að stytta föstu fyrir mjaðmaaðgerð. Þörf er á átaki til að breyta gamalgrónu verklagi að láta alla fasta frá miðnætti og að fara að vinna eftir gildandi verklagsreglum. Mat á næringarástandi og framkvæmd á næringarmati hjá eldra fólki eru mikilvæg, hér var í 9% tilvika skráð næringar- ástand og í 14% tilvika framkvæmt næringarmat. Samkvæmt Nakahara og félögum (2021) ætti að leggja mikla áherslu á stífa næringarmeðferð hjá þeim sem eru mjaðmabrotnir og sér- staklega ef um er að ræða einstakling með einkenni skertrar vitrænnar getu og hrumleika. Hér sýndu 40% þátttakenda einkenni óráðs fyrir aðgerð og voru óráðseinkennin algengari í eldri aldurshópnum. Einungis voru skráðar upplýsingar um vitræna getu hjá 33,3% í yngri hópnum en 48,4% í eldri hópnum. Áhersla er lögð á að meta vitræna getu og 2015 var sett fram hugtakið taugavitræn röskun fyrir aðgerð (e. perioperative neurocognitive disorder) af Amerísku svæfingalæknasamtökunum (ASA) til að greina og vinna með á sem ákjósanlegastan hátt allar vitrænar breytingar fyrir aðgerð (Abcejo o.fl., 2022). Hér var framkvæmd áhættumata fyrir aðgerð ábótavant, einnig skráning flestra meðferða sem á að veita í aðdraganda aðgerðar. Skráning verkjameðferðar var góð og nánast allir sjúklingar fengu ópíóða, en fáir einstaklingar fengu block-deyfingu fyrir aðgerð sem talin er ákjósanleg fyrir eldra fólk til að draga úr þörf á sterkum verkjalyfjum. Samkvæmt rannsókn Kongs o.fl. (2022) er hægt að fyrirbyggja 30-40% af óráði fyrir aðgerð með fyrirbyggjandi aðgerðum eins og virkni og næringu. Keshock (2022) bendir á að einstaklingum í óráði og alvarlega veikum nýtist best að virk meðferð á biðtíma sé sem mest. Niðurstöður sýna að bið eftir innlögn á legudeild frá bráða- móttöku og bið eftir að komast í aðgerð er að lengjast ef miðað er við fyrri íslenskar rannsóknir. Tíminn frá komu á bráðamóttöku til innlagnar á deild árið 2014 var 3 klst. (Sigrún Sunna Skúladóttir, 2014) en í þessari rannsókn 8,5 klst. Algengara var að yngra fólkið færi í aðgerð á dagvinnutíma en samkvæmt verklagsreglum Landspítala eiga sjúklingar að fara sem fyrst í aðgerð, helst sama dag og ekki eftir kl. 21:00. Tafla 5. Tímalengd föstu á drykki og fasta fæðu, skráning á föstu fyrir aðgerð, not á næringardrykkjum og vökvagjöf fyrir aðgerð, komutími af vöknun og hvenær borðað er eftir aðgerð hjá sjúklingum ≥67 ára með mjaðmabrot á Landspítala Breytur ≤ 79 ára % (n) ≥ 80 ára % (n) Samanburður milli aldurs- hópa Fasta fyrir aðgerð (klst.) 6 12 18 24 13,1 (8) 26,2 (16) 42,6 (26) 18 (11) 4,8 (4) 38,6 (32) 37,3 (31) 19,3 (16) χ2(3) = 4.78, p= 0.188* Notkun næringar-drykkja fyrir aðgerð Já Nei 31,1 (19) 68,9 (42) 25,3 (21) 74,7 (62) χ2(1) = 0.6, p= 0.439* Vökvagjöf í æð fyrir aðgerð Já Nei 98,4 (60) 1,6 (1) 100 (83) 0 (0) Komutími af vöknun á legudeild 7:30–15:30 15:30–23:30 23:30–7:30 10 (6) 56,7 (34) 33,3 (20) 10,8 (9) 49,4 (41) 39,8 (33) χ2(2) = 0.76, p= 0.683* Borðar eftir aðgerð (klst.) Já Nei 73,3 (11) 26,7 (4) 65 (13) 35 (7) *Kí-kvaðratpróf. Tafla 6. Línuleg aðhvarfsgreining, tengsl milli tíma- lengdar föstu á tæra drykki fyrir mjaðmaaðgerð og ASA-flokkunar, aldurs, föstu á aðgerðardegi, óráðseinkenna og notkunar næringardrykkja Stöðluð hallatala p-gildi 95% öryggisbil ASA-stig 0,101 0,193 -0,028 – 0,138 Aldur -0,183 0,015 -0,013 – -0,001 Fasta á aðgerðardegi -0,408 <0,001 -0,035 – -0,016 Óráðs- einkenni 0,115 0,123 -0,021 – 0,170 Næringar- drykkir -0,185 0,017 -0,243 - -0,024 F(5)=12,460, p<0,001, r² =0,31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.