Mímir - 01.05.1980, Side 15

Mímir - 01.05.1980, Side 15
vandamál sem þá var við að etja. Það er ljóst að Sprek á eldinn marka viss tímamót á skáldaferli Hannesar. Þó enn sé hann ekki búinn að losa sig við hinn innhverfa og dul- úðga stíl sem einkennir Dymbilvöku. og Imbrudaga hefur hann tekið mjög ákveðna stefnu út úr honum í átt til einföldunar og tærleika. Sömuleiðis hefur Hannes ákveðið að hafna angistinni og vonleysinu. Enn er engin ástæða til að leggja árar í bát og við- urkenna ósigur lífsins (sumarsins) fyrir hel- stefnuöflunum (vetrinum). Að dómi Hannes- ar er hugtakið „fjölskylda þjóðanna“ ekki lengur fjarstæða. Og á henni byggist fram- tíð hins mannlega heims. Hins vegar þarf að sjálfsögðu að berjast fyrir endanlegum sigri. Hið „skorinorða ljóð“ er einmitt vettvangur AÐALHEIMILD: Hannes Sigfússon: Sprek á eldinn. Rvk. 1961. AÐRAR HEIMILDIR OG TILVITNANIR: 1. Einar Bragi: „Talað við gesti“. Birtingur, 3. —4. hefti 1958. bls. 33. 2. sama og 1., bls. 33. 3. sama og 1., bls. 39. 4. Ernst Fischer: Um listþörfina. Rvík. 1973. bls. 77. 5. Eysteinn Þorvaldsson: ,,Dymbilvaka.“ Mímir 23, 1975. bls. 5. 6. sama og 1., bls. 32. skáldsins og tæki til að hafa áhrif á gang mála. Nafn bókarinnar, Sprek á eldinn, vitn- ar glöggt um þetta viðhorf Hannesar. Ljóð- in eiga að vera framlag hans í menningar- baráttu nútímans. Óhjákvæmilega hlutu þær skoðanir og sú hugmyndafræði sem Hannes boðar í ljóðum sínum að koma misjafnlega við menn. Víst er að sumum hefur þótt höggvið nærri sér, a. m. k. fékk Hannes Sigfússon ekki skálda- laun næsta ár eftir útkomu bókarinnar. Ef alls er gætt er öllum hollast að allra hugsjón fæðist þurr og visin og verði aldrei holdi klædd Það kyndir enginn bál að beinum! (bls. 41) 7. Halldór Guðmundsson: „Sjödægra, módern- isminn og syndafall íslendinga." Svart á hvítu. 2. tbl. 1978. bls. 4. 8. Sveinn Skorri Höskuldsson: Að yrkja á atóm- öld. Rvk. 1970. bls. 43. 9. Hannes Sigfússon: „Bókmenntir á blindgötu.“ Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1960. bls. 12. 10. Einar Bragi: „Viðtal við Hannes Sigfússon.“ Birtingur, 1. hefti 1958. bls. 7—8. 11. sama og 9., bls. 18. 12. sama og 10., bls. 7. 13. sama og 1., bls. 39. 14. sama og 1., bls. 21. 13

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.