Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 54
Ég fæ hvergi séð að Ólafur skilji betur
en aðrir hinar raunverulegu orsakir ástands-
ins. Hann tengir það hvergi við konungs-
valdið danska og arðrán einokunarkaup-
manna. Aftur á móti yrkir sonur Ólafs,
Stefán, eitt stutt kvæði um verslunareinok-
unina, ,,Danskurinn og fjanzkurinn á Djúpa-
vog“.13 Pó að það sýni engan veginn að
hann skilji til hlítar ástand landsmála, virð-
ist honum Ijóst arðrán einokunarverslunar-
innar.
Séra Ólafur orti kvæðið ,,Nauðvörn“ í
tilefni Tyrkjaránsins. Hann notar tækifærið
og skammar vinnufólk fyrir leti og óhlýðni.
I hans augum var Tyrkjaránið hefnd guðs
á slíkum lýð.
Latur er lýður að vinna
löstuð besta fæða
og möglað öllu á mót.
Skjótt má forsið finna
og frábært volsið klæða,
bæði hjá þý og þrjót.
Nú þrælarnir herrar vilja heita,
húsbændunum þrjóskir ei skeyta,
allt hið besta verður þeim þó veita,
vill því fylgja eyðilegging sveita.14
Stefán Ólafsson (1620—1688) var eins
og áður sagði sonur Ólafs Einarssonar. Hann
lærði guðfræði í Kaupmannahöfn og þar
þýddi hann Völuspá og Snorra-Eddu á latínu.
ITann kom heim sprenglærður og gerðist
prestur í Vallanesi. Par reyndi hann að njóta
lífsins gæða svo sem íslenskum sveitapresti
var mögulegt þar til hann var um fertugt
en
. . . þá lagðist að honum sinnisveiki sú, er
plágað hafði ömmu hans, auk ístru og fóta-
fúa og annarra veikinda sem þjáðu hann til
dauðadags.15
Þó að Stefán hafi ort nokkuð um guð-
rækileg efni og einnig þýtt marga sálma,
52
telst hann veraldlegt skáld fyrst og fremst.
Hann orti m. a. falleg ástarkvæði, ,,Rauna-
kvæði“ og ,,Meyjarmissi“ („Björt mey og
hrein / mér unni ein / á Isa köldu landi.“
10). Hann orti einnig hestavísur og öl- og
tóbaksvísur hans benda til þess að hann hafi
hneigst til hóglífis.
Vinnuhjúaádeilur Stefáns eru litríkur
kveðskapur. Óskar Halldórsson segir í bók
sinni Bókmenntir á Lærdómsöld:
Sama viðhorf (þ. e. viðhorf Ólafs Einars-
sonar) einkennir ádeilur sr. Stefáns Ólafs-
sonar.17
Þetta er rétt svo langt sem það nær. Stefán
orti almennar, beinskeyttar ádeilur á vinnu-
fólk eins og faðir hans hafði gert. En hann
gekk lengra og lagði sig fram um að draga
upp afkáralegar, skoplegar myndir af vinnu-
fólki sínu. Hann nefndi það með nafni og
lýsti verkum þess og athöfnum á illgirnisleg-
an hátt.
Gott dæmi um þetta eru „Gamanbögur
um hörkulausan vinnudóla“. Þar yrkir Stefán
um vinnumann sinn sem farið hefur undir
barð, rétt við húsið, að ganga örna sinna.
Skáldið kemur að honum í þessum skoplegu
stellingum (að honum finnst) og lýsir við-
brögðum vinnumannsins.
Hlaupa gerði sviptur sól
sá með kulda skælum,
og klónum hélt í kylla skjól,
hvert komið var ofan að hælum.
Hann herti á kálfa ærið afl
ýrður í norðan vindi,
og hlaupin jók á hörðum skafl,
þó héngi hans brókar lindi.
Bograði svo buxnalaus
beygulslegur dóli
stiklandi með hallan haus
hálfgyrtur að skjóli.