Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 56
inn verður búið allslaust og heimilisfólkið
fer á sveitina.
Skáldið vandar um fyrir fólkinu og gefur
því heilræði í lokin.
Viljir þú heiður hljóta
og hverskyns blessan fá,
lengi lukku njóta,
ljúflegur vertu þá,
þjóna þeim með trú,
er þig til gefur þú,
sjáðu að augu eilífs guðs
á þig horfa nú,
sem Pétur og Paulus mælir.
Piltar, lifi þið sælir.23
Presturinn boðar guðs blessun yfir þeim sem
hírast í vinnumennsku og vinna vel og ósínkt
fyrir húsbændur sína.
Séra Stefán orti mikið meira um vinnu-
fólk en þessi fáu sýnishorn bera með sér og
allt féll það í þennan sama farveg.
Bjarni Gissurarson (1621—1712) var
dóttursonur Einars í Eydölum. Hann lærði
í Skálholtsskóla og varð prestur í Þingmúla
1747. Pingmúlaprestakall er lítið og heldur
rýrt enda varð hann ekki ríkur maður.
Bjarni orti nokkuð mikið um vinnufólk en
öðruvísi en frændur hans. Að vísu deildi
hann almennt á það, t. d. í ,,Oflátungakvæði“.
En þegar hann fer að segja frá vinnufólki
sínu í ljóðabréfum til dóttur sinnar, Arndís-
ar, kveður við annan tón. Þá er hann að lýsa
gömlum og góðum vinum.
Sama hér mun selför,
nú sígur undir þann stíg;
Gerða mun við matgjörð,
en Manga fornan heimagang.
Postulinn við fé fæst,
eg fann ei betra smalamann;
skorðar Mangi skip gjörð
og skoðar roskinn hafþorsk.
Egill rekur að húsi hjörð
og heldur í beitum góðum;
með honum syngja Múlaskörð,
þá maðurinn yppir hljóðum.
Draga skal ei af dygðum hans,
dánumaður til sjós og lands
er hann hjá íslands þjóðum.24
Þannig fær hvert hjú um sig dóm og alla
góða. Bjarni orti líka góðlátlegar gamanvís-
ur um smala sinn Gvönd, en sá hefur e. t. v.
verið heldur seinheppinn, t. d. þegar hann
eitt sinn var að skera bjúga.
Settist Gvöndur saxi að,
sjónarvitni er eg um það,
axarhöggin hittu stað
helst í troginu þunna;
lítið særðist lungnablað,
langinn mjór og annað hvað;
bjúgað, rétt sem karlinn kvað,
koma mun seint í munna.25
En þrátt fyrir að Bjarni liggi gott orð til
hjúa sinna, yrkir hann almennar ádeilur á
vinnufólk. E. t. v. er þar um að ræða áhrif
frá Stefáni frænda hans, en þeir voru miklir
vinir. Jón M. Samsonarson segir svo í eftir-
mála að kvæðabók Bjarna, Sólarsýn:
Vinnufólksekla virðist allmikil á Aust-
fjörðum um daga Bjarna. Að hans dómi er
meginorsök sú, að í góðærum vilji allir
giftast og reisa bú, þótt hvorki séu til efni
né framtak. Þetta nefnir Bjarni algifting-
ar . . . Bjarni telur því, að afleiðing algift-
inga sé annars vegar vinnufólksskortur,
en hins vegar húsgangur. Orsakir algift-
inga rekur hann til girndar og leti. En af
vinnufólksskortinum leiðir oflæti og ó-
hlýðni hjúa. Þessum vandamálum er nokk-
uð lýst í Oflátungakvæði.20
Það er langt kvæði (137 línur) og er að
efni til svipað ,,Vinnumannakvæði“ Stefáns.
54