Mímir - 01.05.1980, Side 71
ferðalagið einkum minnisstætt sökum sí-
breytilegrar ferðaáætlunar eftir að lagt var
upp. Orsakir þess voru snjóþyngsli á vegum
einkum á Reykjanesskaganum, þangað sem
ferðinni var heitið, svo kúrsinn var tekinn
í austur að Laugarvatni, Stokkseyri og Eyrar-
bakka, er urðu til rannsóknar að þessu sinni.
Leiðsögumaður var Bjarni Guðnason.
Vorrannsóknaræfingin var haldin 21.
apríl í Félagsstofnun. Helgi Skúli Kjartans-
son fjallaði þar um efnið: Orsakir Vestur-
ferða. — Með því var sagnfræðingum gert
jafnt undir höfði þar sem bókmenntalegt
efni var á fyrri æfingunni. Erindi Helga vakti
menn svo til umræðna að fundarstjórinn,
Silja Aðalsteinsdóttir varð að loka mælenda-
skrá áður en allir höfðu tekið til máls.
Síðasta embættisverk stjórnarinnar var að
sjá um haustferðalag 1979 um Njáluslóðir,
og var það hugsað sem kynning um leið fyrir
1. árs nema. Tókst ferðin ágætlega undir
leiðsögn Gunnars Karlssonar sem vakti menn
til umhugsunar um Njálu þegar minnismerki
um hana bar fyrir augu.
Auk ofantaldra afreka, getur stjórnin stært
sig af því að hafa látið binda inn Tummu
Kukku, — söngbók félagsins — og dreift
henni í bókabúðir.
Reynt var að halda almenna fundi um lána-
málið ásamt Félagi sagnfræðinema, þar sem
fulltrúi frá Stúdentaráði mætti á staðinn til
að kynna stöðuna í málinu. Voru fundirnir
fyrirhugaðir 21. nóvember og 22. febrúar, en
lítið varð úr fundarhaldi sökum lélegrar mæt-
ingar. Greinilegt er að hagsmunamálin þarf
að taka fyrir á annan hátt en boða til al-
mennra funda, ef almenn þátttaka á að fást.
Stjórn þessi skilaði af sér hinn 30. októ-
ber 1979 á aðalfundi félagsins, og læt ég nú
þessum starfsannál lokið.
Fyrir hönd Mímis.
Eygló Eiðsdóttir,
ritari.
Á AUSTURVELLI
(Hundrað ára ártíð Jóns Sigurðssonar)
Á Austurvelli
upp á steyptum
palli stendur
stytta af Jóni.
Fáir gleyma
göfugmenni.
Vel skal minnast
mikils manns.
Sperrir bringu,
brjóstið þenur,
horfir með ólund
Alþingis til.
Orðinn grænn,
gróinn elli.
Fuglar kúka
á frakkann hans.
Hann var forðum
frelsishetja.
Þjóðarstoltið
þessa lands.
Upphaf þess
að árum seinna
kom hin þráða
konungsgjörð.
Öld er liðin
lítið gengur.
Finnst oss skrítið
frelsi vort.
Ennþá treður
erlend þjóð
þungum fótum
fósturjörð.
(Símon Jón)