Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 53
i kvæðinu talar Ólafur fyrst um harðindi
sem gengið hafi yfir landið. Þá var vinnu-
fólkið fúst að vinna einungis fyrir mat sínum.
Hunda, ketti, hesta, ref,
hrafn og örnu skæða
tóku menn íyrir góða gef (-gjöf)
sitt gráðugt hungur að fæða.
Buðust vaskir bændum menn,
ef bjarga vildu lífi,
með hálfum verð tiJ vinnu senn,
vesaldar spentir kífi.
Fæðan er orðin léleg þegar menn eru farnir
að leggja sér til munns hunda, ketti og refi.
En síðar víkur Ólafur að því er batnar í ári.
Pá finnst honum heimtufrekja vinnufólks for-
kastanleg.
Skuli nást hér nokkur hjú
til nauðsynlegra gerða,
berhöfðaðir bændur nú
fyrir bófum standa verða.
Á hússtjórninni höfuð mér lízt
horfa niður að jörðu,
en í veðrið endinn snýst.
Örm hjú þetta gjörðu.
Og heift Ólafs er mikil. í lokaversunum
útmálar hann hefnd þá sem beið þessa heimtu-
freka fólks. Hann hugsar til næstu harðinda.
Skinn mun þeirra þanið um bein,
þunt og svart að líta,
hart og sárt er hungurs mein,
það hrokann læknar ýta.8
Það hlakkar í prestinum þegar hann sér
vinnuhjú sín fyrir sér í þessu aumlega ástandi.
Sigurður Nordal segir (m. a. um Ólaf
Einarsson):
En þeir Austfirðingar, síra Þorlákur
Þórarinsson o. fl. deila sífelt á vinnuhjú
og kotunga, letingja og húsganga. Nú eru
lestirnir heimtufrekja, leti, hégómaskapur
og hortugheit. Þetta bendir á stéttabylt-
ingu á 17. öld. Höfðingjarnir lækka, en
fátæklingarnir réttast úr kútnum, og kunna
misjafnlega með frelsið að fara í fyrstu,
eins og gengur. Harðindin miklu á síðara
hluta 18. aldar hafa svo aftur lækkað rétt
vinnuhjúa.9
Það felst í orðum Sigurðar að á fyrri hluta
17. aldar hafi tíðarfar verið gott og því
hafi vinnufólk haft ástæður til að gera
„stéttabyltingu“. I því sambandi má minna
á að 17. öldin heilsaði landsmönnum með
fádæma harðindum, 1601—1604 er talið að
um 9 þúsund manns hafi dáið úr hor eða
sóttum sem harðærunum fylgdu. 1625 var
ógurlegt gos í Kötlu, 1627 var Tyrkjaránið
sem dró mikinn slóða á eftir sér. 1632—
1634 voru vetur mjög harðir með penings-
felli og af því leiddi að fólk féll úr hor.10
Auk alls þessa breiddist galdrafárið um land-
ið og varla hafa aðstæður verið hagstæðar
vinnufólki til að gera „stéttabyltingu“. Á
seinni hluta aldarinnar jókst bilið enn á
milli fátækra og ríkra. Efnaminni bændur
flosnuðu upp og mikið framboð var af jörð-
um sem hinir efnameiri notfærðu sér óspart
til fiárfestingar, því það þótti gróðavænlegt
að eiga fasteignir þá sem nú.
Mun líklegri skýring á vinnuhjúaádeilun-
um virðist mér vera vinnufólksskortur. I
harðærunum féllu þeir fátækustu fyrst og
hefur það komið niður á vinnufólksstétt-
inni.11 Séra Ólafur hefur ekki getað sætt
sig við lögmálið fræga um framboð og eftir-
spurn.
Sigurður Nordal segir einnig um Ólaf:
. . . hann skilur betur orsakir ástands-
ins en nokkur þeirra, sem feta í fótspor
hans. Honum er það ljóst, að það er hag-
ur atvinnuveganna, sem ræður.12
51