Mímir - 01.05.1980, Side 69
upphafi og fær því ákveðnar niðurstöður.
Gengið er útfrá einhverju sæmdarhugtaki,
ekki nánar tilgreindu; en til þess að geta
byggt upp vörnina fyrir sakleysi Þorgríms
hefði AH átt að:
1) Skilgreina hið forna sæmdarhugtak.
2) Sýna hliðstæð dæmi úr öðrum sögum
þess efnis, að halda mætti virðingu ættar
með því að drepa saklausan mann.
Að ltkindum er það einsdæmi í Islend-
ingasögum að farið sé mannavilt í hefndum.
Sögupersónurnar eru yfirleitt vissar í sinni
sök þótt lesandi sé ekki alltaf með á nótun-
um. Nú á dögum þykir það vond siðfræði að
hengja bakara fyrir smið, og er nær að halda
að menn hafi verið sama sinnis á söguöld.
Verkið í heild er listrænt og margslungið
og því ekki undarlegt að stöðugt megi sjá
nýjar hliðar. Spurningunni um morðingja
Vésteins verður ekki svarað nema með því
að taka mið af þeim atriðum sögunnar sem
máli skipta — undirbúningi og sviðsetningu
vígsins og hefndum. Þrír standa að smíði
vopnsins, þrír sitja vígbúnir um morguninn
eftir vígið og hefndum verður komið yfir alla.
Ekki get ég verið í vafa um samsekt þre-
menninganna sbr. þau rit sem vitnað hefur
verið í hér að framan. Þorkell var ráðbani
Vésteins, Þorgrímur handbani hans og Þor-
grímur nef fulltrúi hinna dularfullu illu afla,
sem áttu að tryggja að verknaðurinn heppn-
aðist.
TILVITNANIR:
1) Guðni Kolbeinsson og Jónas Kristjánsson
Gerðir Gíslasögu, Gripla, Rvík 1979, (128—
162).
2) Gísla saga Súrssonar, Islenzk fornrit VI,
(xliii—xlviii) Björn K. Þórólfsson gaf út. Rvík
1943.
3) Gísla saga Súrssonar, Nordisk Filologi, Agnete
Loth gaf út. Kaupmannahöfn 1956.
4) Anne Holtsmark: Studies in the Gísla Saga.
Studia Norvegica II, 6. Osló 1951, (1—55).
5) Th. M. Andersson: Some Ambiguities in G'tsla
Saga, A. Balance Sheet. BONIS 1968, Kaup-
mannahöfn 1969, (7—42).
6) Dag Strömbáclc: Att binda helskor. Folklore och
Filologi, Uppsala 1970, (192—200).
7) C. W. Thompson: Identity of Vésteins Slayer.
Arkiv för Nordisk Filologi 1973, 88 (85—90).
8) Thomas Bredsdorff: Kaos og kærlighed. En
studie i islændingesagaers livsbillede. Kaup-
mannahöfn 1971.
9) Hermann Pálsson: Hver myrti Véstein í Gísla
sögu Súrssonar? Andvari 1975, (131—137).
10) sjá Holtsmark 4) bls. 45.
11) sjá Strömbáck 6) bls. 197.
12) sjá Bredsdorff 8) bls. 73.
13) tilvitnun úr grein Strömbáck 6) (Literatur-
Samfundets text, 1849, bls. 110).
14) sjá Strömbáck 6).
15) sjá Thompson 7).
16) íslenzk fornrit VI, Rvík 1943, bls. 58.
17) tilvitnun úr grein Thompson 7) bls. 87—88.
(G. Turville-Petre: Dream Symbols in Old
Icelandic Literature. Festschrift Walter Baetke
(Weimar, 1966) p.348).
18) tilvitnun úr grein Thompson 7) bls. 90. (Paul
Schach: Symbolic Dreams of Future Renown
in Old Icelandic Literature, Mosaic 4, 1970—
71, pp. 71—72).
19) sjá Holtsmark 4) bls. 54.
HEIMILDASKRÁ:
Andersson, Th. M.: Some Ambiguities in Gísla
saga A. Balance Sheet, BONIS 1968, Kaup-
mannahöfn 1969.
Bredsdorff, Thomas: Kaos og kærlighed. En studie
i islændingesagaers livsbillede. Kaupmh. 1971.
Bo, Olav: Fostbrorskap, Kulturhistorisk Leksikon
for Nordisk Middelalder, IV 1959.
Gísla saga Súrssonar, Nordisk Filologi Kaupmanna-
höfn 1956 Agnete Loth gaf út.
Gísla saga Súrssonar, Islenzk fornrit VI, Björn K.
Þórólfsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag,
Reykjavík 1943.
Guðni Kolbeinsson og Jónas Kristjánsson: Gerðir
Gíslasögu, Gripla, Reykjavík 1979.
Hermann Pálsson: Hver myrti Véstein í Gísla sögu
Súrssonar, Andvari 1975.
Holtsmark, Anne: Studies in The Gísla Saga, Studia
Norvegica II, 6, Osló 1951.
Óskar Halldórsson: Leiðbeiningar við Gísla sögu
Súrssonar, Bréfaskólinn, Reykjavík 1975.
Strömbáck, Dag: Att binda helskor, Folklore och
Filologi, Uppsala 1970.
Thompson, C. W.: Identity of Vésteins Slayer,
Arkiv för Nordisk Filologi, 1973, 88.
Valtýr Guðmundsson: Fóstbræðralag. Þrjár ritgjörð-
ir sendar Páli Melsteð, Kaupmannahöfn 1892.
67