Mímir - 01.05.1980, Side 61
að meira gagni við rannsókn nútímaíslensku.
Kennsla Baldurs fer fram með mjög hefð-
bundnum hætti, og nýjungar eru þar hvorki
í kennsluháttum né námsefni. Kveður raunar
svo rammt að því, að Baldur kennir enn að
mestu leyti samkvæmt gömlu reglugerðinni,
sem féll úr gildi sumarið 1977. Samskipti
hans við námsnefnd hafa verið stirð; t. d.
fékkst Baldur ekki til að gefa neinar upplýs-
ingar um kennslu sína í bæklinginn „íslenska
til BA-prófs“, sem námsnefnd í íslensku gaf
út sl. haust. Oft hefur líka kastast í kekki
með Baldri og stúdentum. Má þar nefna deilu
mikla varðandi próf í Hagnýtri málfræði vor-
ið 1978 (sem báðir aðilar töpuðu). Baldur
virðist einnig misskilja hlutverk sitt sem leið-
beinanda við samningu BA-ritgerða, og hefur
neitað að líta á ritgerðir fyrr en þær lægju
fyrir í lokagerð.
Helgi Guðmundsson (f. 1933) var skipað-
ur lektor 1968 og dósent 1977. Hann hefur
einkum kennt íslenska og norræna málsögu.
Doktorsritgerð Helga, „The Pronominal
Dual in Icelandic“, kom út 1972. Þetta er
greinargerð um tvítölu í íslenskum nersónu-
og eignarfornöfnum, notkun hennar, hvarf
og hugsanlegar skýringar á því. Ritgerðin er
hin þarfasta, og kemur stúdentum að gagni,
enda auðlesin og vel skrifuð. Annað sem
Helgi hefur birt eftir sig á þessum áratug
eru nokkrar greinar í Griplu og afmælis- og
tímaritum. Ritgerðin „Um ytri aðstæður ís-
lenzkrar málþróunar“ í Jakobínu kemur stúd-
entum að gagni, en hinar síður.
Kennsla Helga hefur löngum verið um-
deild. Hann er ágætur kennari og skýrir vel
út þegar honum tekst best upp; en hann
heldur sig sjaldan við efnið og veður úr einu
í annað. Sögur hans um málfræðinga og aðra
furðufugla víða um heim eru alþekktar; og
þótt þær virðist oft tengjast námsefninu æði
lítið, má iðulega draga af þeim ýmsa lær-
dóma. Og vfirleitt er ekki leiðinlegt í tím-
um hjá Helga.
Helgi hefur setið í námsnefnd í tvo vetur.
Ekki þarf að kvarta undan honum hvað varð-
ar samskipti við stúdenta; hann er t. d. einn
fárra kennara sem fara með stúdentum í kaffi
í frímínútum.
Hreinn Benediktsson (f. 1928) varð pró-
fessor árið 1958. Hann hefur einkum kennt
germönsku og fornnorrænu, mörg hin síðari
ár eingöngu á kandídatsstigi.
Rannsóknir Hreins hafa nær eingöngu
snúist um íslenska sérhljóðakerfið og sögu
þess fram að hljóðdvalarbreytingu. Helstu
niðurstöður hans birtust í greininni „The
Vowel System of Icelandic“ í tímaritinu
Word, 1959, og í útgáfunni á Fyrstu mál-
fræðiritgerðinni (sem kom út 1972, en var
búin til prentunar 4—5 árum áður); einnig
í ýmsum tímaritsgreinum fram um 1970. En
síðasta áratuginn hefur sáralítið birst eftir
Hrein; við höfum ekki fundið nema 5 grein-
ar eftir 1970, og þar af fjalla 3 enn sem fyrr
um sérhljóðakerfið. Hreinn hefur t. d. ekki
skrifað í neitt þeirra afmælisrita sem hér
hafa verið gefin út á þessum tíma. Ritstörf
Hreins ættu að koma stúdentum að gagni,
þ. e. Fyrsta málfræðiritgerðin og ýmsar grein-
ar hans eru notaðar við kennslu. Gallinn er
bara sá, að allt er þetta á svo tyrfinni ensku
að flesta rekur í strand.
Hreinn hefur nú undanfarin ár a. m. k.
aðeins kennt 3 tíma á viku, þótt kennslu-
skylda fastra kennara sé yfirleitt 6 tímar að
því er við best vitum. Ekkert okkar, sem
bessa grein skrifum, hefur verið nemandi
Hreins, og því getum við lítið sagt um
kennslu hans. Heimildir sem við höfum aflað
okkur benda þó til, að hann bafi þótt mjög
góður kennari, en hafi farið nokkuð aftur á
því sviði á seinustu árum. Og ekki hafa marg-
ir fengið að njóta kennarahæfileika hans.
Um samskipti prófessors Hreins við stúd-
enta er best að hafa sem fæst orð, því að
þau hafa minnsta ábyrgð.
59