Mímir - 01.05.1980, Side 23
Þó þetta sé skrifaS fyrir rúmri öld á það
sennilega enn frekar við núna. Kveðskapur
Kolbeins Grímssonar, eða efni hans, höfðar
varla mjög til nútímamanna. Hann á einkum
erindi til okkar sem heimild um hluta af
andlegu lífi alþýðu á 17. öld. Hvernig hún
lét móðan mása og þuldi guðsorð til að lina
hörmungar aldarinnar.
3. HANDRIT.
Kvæðið hef ég fundið í sextán handritum.
Það er eignað Kolbeini í fjórtán þeirra og
nafnið Kolbeinn er falið í síðasta erindinu.
Handritunum er skipt í fimm flokka og eitt
stakt:
A. 1) JS. 230. 8vo. Skrifað ca. 1780 af Jóni
Egilssyni í Vatnshorni. Þetta handrit er
lagt til grundvallar að texta kvæðisins
eins og hann er prentaður hér, en þess
getið í aths. ef leshættir annarra hand-
rita eru valdir.
2) JS. 470, 8vo.
B1 3—4) JS. 491 og 479, 8vo.
B2 3—7) JS. 490, 499 og 588, 8vo.
C. 8) Lbs. 1756, 4to. Skr. af Einari Sigurðs-
syni í Flatey.
9) Lbs. 378, fol. Skr. af síra Friðriki
Eggerz.
10—11) Lbs. 1128, 4to og JS. 302, 4to.
„Þáttur frá Kolbeini skáldi Grímssyni
ok Galdra-Brandi“ eftir Gísla Konráðs-
son. Gísli hefur fyrirsögnina „Æfisam-
líking Kolbeins“ og er því nafni haldið
hér.
D. 12—13) JS. 256 og 588, 4to. Bæði skrif-
uð af Gunnlaugi Jónssyni á Skuggabjörg-
um.
E. 14) JS. 507, 8vo. Skr. af Jóni Árnasyni
„. . . sumt upp úr kerlingum og körl-
um á Álptanesi veturinn 1845—46“.
15) Lbs. 192, 8vo. Skr. af Páli stúdent
Pálssyni eftir JS. 507, 8vo.
F. 16) Lbs. 3929, 8vo.
Annar möguleiki er að flokka handritin
þannig að leysa upp B-flokkinn, láta JS. 491,
8vo vera stakt, færa saman JS. 479, 8vo og
C-flokkinn, B2 og JS. 588, 4to en JS. 256,
4to yrði þá stakt. Samsvörun JS. 479, 8vo
við C-flokk er öllu meiri en við JS. 491, 8vo,
B2 og JS. 588, 4to fylgjast mjög að eða meira
en JS. 256, 4to og JS. 588, 4to. Með þessu
móti yrðu flokkarnir fjórir en stöku handrit-
in þrjú.
4. ÆVISAMLÍKING (LAGFÆRÐUR
TEXTI).
Eg hefi róið illan sjó
og öfuga strauma barið,
landfallið ber mig heim í varið.
1. Setta eg mér að semja óð
í samlíkingar greinum,
hvörsu að byltir bylgju flóð
bárukarfa einum,
má vel skilja maður og fljóð
mannsins líf það þýðir þó,
eg hefi róið illan sjó.
Þverstreymt er um þrautaslóð
þér á meðan hjarið,
landfallið ber mig heim í varið.
2. Litlum báti líkjast má
lífið vort í heimi,
ókyrrum í10 öldu sjá
er á leiðar sveimi,
straumköst og storma þrá
stopult hrekur borðin mjó,
eg hefi róið illan sjó.
Ærið marga ólgu blá
yfir hefur hann farið,
landfallið ber mig heim í varið.
3. Illar girndir öfugan straum
eg mun þýða láta,
þá leikur hold við liðugan taum
langt úr öllum máta.
21