Mímir - 01.05.1980, Side 29

Mímir - 01.05.1980, Side 29
EFTiRMÁLI VIÐ EINN VETUR OG FORMÁLI AÐ ÖÐRUM Nokkrum 1. árs nemum datt í hug að koma saman og spjalla um námið eins og það hef- ur komið þeim fyrir sjónir í vetur. Yfirvöld- um til athugunar og lesendum Mímis til fróð- leiks verða hér birt fáein af þeim atriðum sem fram komu í þessum umræðum. VIÐBRIGÐIN VIÐ AÐ KOMA HINGAÐ ÚR MENNTASKÓLA Þessi viðbrigði eru minni heldur en menn bjuggust við að óreyndu, sérstaklega varðandi bókmenntakennsluna. Menntaskólanámið var eins konar ómarkviss blanda af bókmennta- sögu og bókmenntatúlkun og sömu sögu er að segja héðan enn sem komið er. I kennsl- unni er lítið fjallað um nýrri stefnur í túlk- un, aðallega er um að ræða nánari útlistun á menntaskólalærdómnum. Hjá kennurunum virðist gæta tregðu við að meðtaka nýja strauma. Þeir vilja frekar halda sig í gamla farinu með sömu gömlu ritgerðarefnin. Það er í málfræði og málvísindum sem við rekumst á nýja hluti, enda leggja mennta- skólarnir alla áherslu á bókmenntir og telja sig þannig höfða frekar til hins víða áhuga- sviðs menntaskólanema. Málvísindi í dag (sic) eru mjög víðfeðm fræðigrein og mætti auka kennslu í þeim á menntaskólastigi til gagns fyrir allt málanám. Nokkra athygli vekur mikill fjöldi M.S. stúdenta á 1. ári. Ef skýringa á þessu er að leita í kennslunni, kemur helst til greina að kenna ungu kennaraliði þar innfrá um þetta, en einnig kemur það til að þarna hafa nem- endur nokkur áhrif á val kennsluefnis. KENNSLUAÐFERÐIR OG VINNUAÐSTAÐA Á síðari árum hefur framlag nemenda til kennslunnar aukist nokkuð. Umræður skortir þó oft í tímum vegna framhleypni kennara og hlédrægni nemanda. Sum námskeið eru svo fjölmenn að nauðsynlegt er að skipta þeim í umræðutímum og í öðrum er yfirferð mjög hröð þannig að undirbúningur nemenda fyrir tímana er ekki það góður að þeir geti tekið þátt í umræðum. Hópvinna nemenda er mjög æskileg en þar er einn hár þröskuldur í vegi. í Árna- garði er engin aðstaða til hópvinnu og skap- ast því oft mikil vandræði þó ekki sé nema um þriggja manna hóp að ræða. Menn eru búsettir vítt og breitt um bæinn og ekki tími eða aðstaða til að funda á heimilum manna. I Árnagarði er miðstöð námsins og þar eru námsgögn við hendina. Því er brýnt að koma upp aðstöðu sem þyrfti ekki að felast í öðru en tveimur litlum herbergjum með stórum borðum og nokkrum stólum. Þetta aðstöðuleysi vinnur mjög gegn því að menn taki upp samvinnu af sjálfsdáðum. NÝJAR KENNSLUGREINAR Á tímum vaxandi firringar er mikilvægt að málið haldi sínu sem virkt tjáningartæki. Að þessu hlýtur háskólinn að vinna. Hér eiga menn bágt með að tala fyrir framan áheyrendahóp og framsögn er í óskýrara lagi. Við sem hér erum saman komin eigum flest eftir að kenna á lægri skólastigum og ættum 27

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.